is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28098

Titill: 
  • Bláar blæðingar : áhrif auglýsinga og túraðgerðasinna á blæðingavörur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Blæðingar eru oft álitnar vandamál þrátt fyrir að vera veruleiki í lífi flestra kvenna í yfir fjörutíu ár ævi þeirra og snertir viðfangsefnið tæplega helming heimsbyggðarinnar. Mikil bannhelgi hvílir yfir blæðingum og kemur það skýrast fram í auglýsingum fyrir blæðingavörur sem virðast miða að því að auka hreinlæti í kringum blæðingar. Þar er túrblóð hvergi sjáanlegt en þess í stað er notast við bláan og tæran vökva til að sýna fram á rakadrægi vörunnar, sem á ekkert skylt við túrblóð. Veruleiki kvenna í þessum auglýsingum er alls fjarverandi og þar er dregin upp mynd af ofur póst-femínískum, hreinum konum sem finna ekki fyrir því að þær séu á túr, hoppandi um akra á hvítum buxum á milli þess sem þær sinna áhugamálum, öflugu félagslífi, heimilislífi og starfsframa. Í ritgerðinni rannsaka ég hvað býr að baki auglýsingum fyrir blæðingavörur og hvort einhver tenging sé á milli þeirra og aldagamalla hugmynda um blæðingar, hvernig auglýsingarnar hafa áhrif á hugmyndir fólks og hvort þær hafi breyst í tímans rás. Hvers vegna þykja blæðingar óhreinar og hvaða starf hafa aðgerðarsinnar unnið málefninu til bóta, bæði þegar kemur að heilsu kvenna sem og umhverfissjónarmiðum? Hafa hagsmunir framleiðandanna kannski áhrif á hugmyndir okkar um blæðingar? Einnig mun ég forðast að fegra orðalag og nota helst orðalag eins og túr og blæðingar og forðast orð og orðasambönd eins og tíðir og sá tími mánaðarins.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blaar_blaedingar_Rebekka_Lif_Albertsdottir_Skemman.pdf9.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna