is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28105

Titill: 
  • Að vera er að skynja : mikilvægi skynhrifa á upplifun mannsins af heiminum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður farið í ferðalag í gegnum hinn stóra heim skilningarvitanna. Fjallað verður um mikilvægi þeirra, þróun í sögulegu samhengi og hvernig upplifun mannsins af umheiminum mótast í gegnum skynhrifin. Snert er á viðfangsefninu út frá ýmsum fræðigreinum svo sem mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og heimspeki. Snertiskynið er það fyrsta til að þroskast af skynfærunum fimm sem ásamt snertiskyni eru heyrn, sjón, bragð og lyktarskyn. Meðvituð reynsla fæst ekki einungis með sjónlegri athugun á umhverfi mannsins, heldur með samspili skynfæranna og ekki síst í gegnum líkamlega snertingu. Í samhengi við hið stafræna samfélag nútímamannsins með glansandi og spegilsléttu yfirborði tölvunnar og snallsímans verður varpað ljósi á spurningar eins og hver er tilgangur líkamans á hinni stafrænu öld þar sem tæknin er svo gott sem samgróin skynfærunum okkar? Er maðurinn að missa getuna til að skynja rýmið sem hann býr í? Hvar staðsetur hönnuðurinn sig í heimi tæknivæðingarinnar og sýndarveruleikans? Vöruhönnun er fag sem er nátengt skynfærum mannsins, húð hans er sá miðill þar sem líkaminn og varan mætast. Snertiskynið dvelur í húðinni sem er eitt þaulsetnasta skynfæri líkamans. Styrkir það upplifun, minni og færni mannsins til að handleika hluti eftir örvun skynnema húðarinnar sem strokið hafa yfir ávalar brúnir og fundið hinar margvíslegu áferðir sem finna má í nærumhverfi hans? Skynfærið er eitt helsta tól hönnuðarins, en hönnun gengur að miklu leyti út á skilning á sambandi manna og hluta.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_til_BA_profs_DBS_pdf.pdf1,17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna