is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28113

Titill: 
  • Að rækta hugsjónir : nýsköpun í landbúnaði á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í sífellt meiri mæli eru hönnuðir fengnir í margvísleg verkefni innan fyrirtækja og stofnana með ákveðna hugmyndafræði í farteskinu. Sú hugmyndafræði á rætur sínar að rekja í hönnun og skoðar viðfangsefni á annan hátt en hefur verið gert áður. Þar sem ákallið á sjálfbærni eykst stöðugt veltir höfundur fyrir sér hvort hægt sé að nota þá hugmyndafræði hérlendis, þar sem mælingar sýna að Ísland skilur eftir sig eitt stærsta vistspor í heimi. Vistspor er aðferð til að mæla ágang mannsins á jörðina, neyslu hans og úrgang. Því meiri neysla og úrgangur, því stærra vistspor. Því er mikilvægt að skoða hvað hægt sé að gera betur og hvaða breytingar þyrftu að eiga sér stað. Höfundur veltir fyrir sér hvort hægt væri að taka það skref innan landbúnaðar á Íslandi en hann hefur lengi staðið óbreyttur. Ræktun innanlands er mikilvæg upp á fæðuöryggi og jafnframt til að minnka innflutning af matvælum til landsins en innflutningur hefur í för með sér gífurlega stórt vistspor. Á Íslandi er grænmeti flutt inn í miklu magni en með þekkingu íslenskra grænmetisbænda ætti auðveldlega að vera hægt að rækta það hérlendis.
    Til að svara spurningunni hvort hægt sé að minnka vistsporið á Íslandi með hugmyndafræði hönnunar í landbúnaði með áherslu á grænmetisræktun, er hugmyndafræðin skoðuð, bæði design thinking en einnig hugmyndafræði Cradle to Cradle. Þar á eftir er farið yfir nokkur verkefni sem tengjast ræktun og staðbundnum hráefnum og skoðað er hvernig þau tileinka sér design thinking og hugmyndafræði Cradle to Cradle. Með hönnuði í fararbroddi innan veggja fyrirtækja, stofnana og verkefna er hægt að nýta hugmyndafræði hönnunar á margvíslegum sviðum, meðal annars í landbúnaði, með það að markmiði að minnka vistspor Íslands.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðdís_lokaritgerð.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna