Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28114
Sólundarfé fjallar um að skapa verðmæti úr því sem fer til spillis. Það hófst með rannsókn á óhefðbundnum landbúnaði hér á landi þar sem fimm ólík býli voru heimsótt í viku í senn. Þessi fimm býli voru garðyrkjustöðin Espiflöt, Reykholti í Biskupstungum, grænmetisbýlið Karlsstaðir, Berufirði, byggbýlið Vallanes, Egilsstöðum, minkabúið Syðra-Skörðugil, Skagafirði og Geitfjársetrið Háafell, Borgarfirði. Á hverjum stað var kafað ofan í framleiðsluferli en við það komu í ljós hráefni sem ekki voru nýtt á neinn hátt. Rannsakandi sýnir fram á að hægt sé að skapa afurðir úr þessum hráefnum og stuðla þannig að sjálfbærni í íslenskum landbúnaði.
Verkefnið brúar bilið á milli landbúnaðar og vöruhönnunar auk þess að varpa ljósi á hvað það þýðir að vera bóndi í íslensku nútímasamfélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
greinagerð.pdf | 7,06 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |