is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28115

Titill: 
 • Hönnun fyrir samfélagslega nýsköpun : hvað felur samfélagsleg nýsköpun í sér og hvað getur þjálfaður hönnuður gert til þess að stuðla að henni?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um samfélagslega nýsköpun, hvernig stuðlað sé að henni og hvert hlutverk hönnuða í slíkum verkefnum sé. Ritgerðin hefst á því að skoða hvað er hönnun og hvaða eðliseiginleika hönnuður þurfi að hafa til að bera. Því næst er kafað ofaní einkenni og eiginleika verkefna sem fela í sér samfélagslega nýsköpun og hlutverk þjálfaðra hönnuða í því samhengi. Þetta er skoðað með hliðsjón af verkefnunum Haugfé og farandsendiráð Rockall en bæði voru þau tilraun til samfélagslegrar nýsköpunar.
  Við sjáum að verkefni sem fela í sér samfélagslega nýsköpun eru yfirleitt unnin innan ákveðins samfélags eða á afmörkuðu svæði en að þau séu oft hluti af alþjóðlegu tengslaneti sambærilegra verkefna. Að vandamálin sem þau takast á við eru í eðli sínu alþjóðleg, en að við þurfum að takast á við þau staðbundið.
  Niðurstaða mín er að samfélagsleg nýsköpun verði þar sem þörf og vilji sé fyrir breytingar og að hún hvetji til sjálfbærara hegðunarmynsturs. Að til þess að takast á við stór vandamál, sem snerta okkur öll og ná sem bestum árangri og samfélagslegum breytingum, þurfum við að takast á við þau í sameiningu.
  Samvinna ólíkra aðila er því lykilatriði og hlutverk þjálfaðra hönnuða er að gera samvinnuna bæði líklega og mögulega, halda utan um hana og næra.
  Þar sem er þörf á breytingum er vilji og þar sem er vilji þar er orka. Fólkið sem viðheldur verkefnunum með orku sinni, menningu og drifkrafti er eitt það mikilvægasta í því að ná árangri í hönnun fyrir samfélagslega nýsköpun.
  Við sem þjálfum okkur í að hanna þurfum að virkja þessa orku og drifkraftinn, vera gagnrýnin, skapandi og í stöðugu samtali. Við þurfum að hlusta, það er jafn mikilvægt og að tala og vera tilbúin til að aðstoða fólk við að þjálfa og styrkja hönnunarhæfileika sína til þess að gera heiminn betri.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna Sigurðardóttir_BA ritgerð_vöruhönnun_LHÍ.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna