is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28118

Titill: 
  • Umfang íslensku bankanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um íslensku bankana í sambandi við stærð og umfang þeirra. Leitast var við að svara hvort umfang íslensku bankanna sé of mikið og hvort hægt sé að styrkja íslenskt bankakerfi á einhvern hátt. Skoðað var hvort hægt sé að koma í veg fyrir þær hættur sem skapast vegna kerfislegs mikilvægis bankanna. Það er til dæmis hvort skipta eigi bönkunum upp í smærri einingar og auka þannig samkeppni eða hvort herða eigi reglugerðir og eftirlit með starfsemi þeirra. Til þess að skilja hvað varð íslensku bönkunum að falli árið 2008 og athuga hvort hægt sé að bæta starfsemi þeirra í dag voru aðstæður í aðdraganda hruns þeirra og ýmissa annarra bankakreppna skoðaðar. Þá voru aðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins skoðaðar auk þess sem tekin voru viðtöl við sérfræðinga á íslenskum fjármálamarkaði.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að þrátt fyrir að miklar umbætur hafi átt sér stað á íslensku bankakerfi frá hruni þess 2008 er umfang bankanna enn of mikið. Vegna smæðar þjóðarinnar er hins vegar ekki raunhæft að skipta íslensku bönkunum upp í smærri einingar og auka þannig samkeppni. Minni bankar ná ekki að byggja upp þá þekkingu sem nauðsynleg er í rekstri banka auk þess sem þeir ná ekki þeirri stærðarhagkvæmni sem lágmarkar rekstrarkostnað. Þá leiðir aukin samkeppni til þess að bankar þurfa að berjast fyrir markaðshlutdeild sem leiðir til aukinnar áhættutöku innan bankanna. Með fleiri smærri bönkum fylgir einnig aukinn kostnaður við að byggja upp eftirlit á mörgum stöðum í bankakerfinu. Fleiri smærri bankar og aukin samkeppni getur því skapað aukinn óstöðugleika á fjármálamarkaði og aukinn kostnaður verður til þess að viðskiptavinir fá lakari kjör. Við gerð ritgerðarinnar kom það í ljós að engin rannsókn hefur verið gerð á því hvernig uppsetning henti íslenska bankakerfinu best. Íslenska ríkið ætti því að nýta sér stöðu sína sem meirihlutaeigandi bankakerfisins og hrinda í framkvæmd rannsókn á því hvers konar uppsetning á bankakerfinu þjóni íslensku þjóðinni á sem hagkvæmastan hátt. Þar sem hér starfa þrír kerfislega mikilvægir bankar skiptir gríðarlega miklu máli að reglugerðir og eftirlit með þeim sé gott. Niðurstaða ritgerðarinnar er því sú að til þess að hafa hemil á umfangi bankanna og þeim hættum sem þeir skapa þurfa reglugerðir og eftirlit með þeim að vera vel skipulagt. Því er mikilvægt að reglugerðir og eftirlit þróist í takt við þá þróun sem verður á fjármálamörkuðum.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umfang islensku bankanna.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna