is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28119

Titill: 
 • „Ekki hafa foreldraviðtöl á föstudegi“ : nytsemi og eftirfylgni foreldraviðtala frá sjónarhorni skólastjóra og umsjónarkennara í 8.–10. bekk grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meistaraprófsritgerð þessi fjallar um rannsókn á viðhorfi skólastjóra og umsjónarkennara í 8.–10. bekk grunnskóla til foreldraviðtala. Rannsóknin var tvíþætt og skiptist í skólastjórakönnun og umsjónarkennarakönnun. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða væntingar umsjónarkennarar á elsta stigi hafa til foreldraviðtala, hvernig þeir nýta upplýsingar úr viðtölunum og hvort þeir telji vera ávinning af þeim. Einnig var afstaða skólastjórnenda skoðuð, aðkoma þeirra að foreldraviðtölum, spurt hvað ræður formi og skipulagi og hvort þeir nýti foreldraviðtöl til þess að bæta skólastarf.
  Foreldraviðtöl eru ekki mikið rannsökuð hér á landi en hafa verið hluti af skólastarfi á Íslandi í a.m.k. hálfa öld. Mér þykir því tímabært að skoða þau út frá faglegu sjónarhorni og rannsaka viðhorf kennara og skólastjóra til þeirra
  Gerð var megindleg rannsókn. Í skólastjórakönnuninni var þýðið allir skólastjórar í skólum með nemendur í 8.–10. bekk á höfuðborgarsvæðinu en í kennarakönnuninni var þýðið umsjónarkennarar í tíu grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Í ritgerðinni er þróun foreldraviðtala skoðuð bæði hér á landi og í öðrum löndum, viðtalstækni gerð skil og hugmynd sett fram að líkani sem nýta má í foreldraviðtali.
  Helstu niðurstöður eru að bæði skólastjórar og umsjónarkennarar í 8.–10. bekk hafa almennt jákvætt viðhorf til foreldraviðtala. Þeir segjast nýta foreldraviðtöl til þess að bæta skólastarf en þriðjungur umsjónarkennara í 8.–10. bekk upplifir að skólastjórar nýti þau til að bæta skólastarf.
  Bæði umsjónarkennarar og skólastjórar eru sammála því að kennaranemar fái ekki nægilega fræðslu og þjálfun í að taka foreldraviðtöl í kennaranámi.
  Skólastjórar telja að umsjónarkennarar kvíði foreldraviðtölunum en hafi þó nægan tíma til að undirbúa þau og helmingur skólastjóra telur sig geta liðsinnt umsjónarkennurum við undirbúning foreldraviðtalanna.
  Umsjónarkennarar þurfa meiri leiðsögn, stuðning og verkfæri til að foreldraviðtölin nái tilætluðum árangri.
  Niðurstöðurnar gefa því tilefni til frekari skoðunar á foreldraviðtölum og hver tilgangur þeirra er fyrir skólaþróun almennt.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is a research on the attitudes of principals and supervising teachers of compulsory school years 8 to 10 on parent interviews. The research was twofold: two separate questionnaires were laid out for principals on one hand and supervising teachers on the other. The aim was to explore the expectations teachers of the oldest students in compulsory schools have towards parent interviews, how they use the information gathered and if they find them useful. The principals’ attitude was also surveyed as well as their approach to parent interviews.
  Parent interviews have not been extensively studied in Iceland, even though they have been a part of the schoolwork for at least half a century.
  This was a quantitative research. In the principals survey the population was every principal in a school with students attending grades 8-10 in the metropolitan area while the teacher survey had a population composed of supervising teachers in 10 compulsory schools in the metropolitan area.
  The conclusions show that both principals and supervising teachers of years 8 to 10 are generally positive towards parent interviews. They claim they use the interviews to improve schoolwork but only a third of the supervising teachers of years 8 to 10 feel principals use the results going forward.
  Both supervising teachers and principals agree that student teachers do not receive proper education or training in conducting parent interviews during their teacher education program.
  Principals believe supervising teachers are anxious about the parent interviews despite having plenty of time to prepare for them and half the principals believes they can assist the supervising teachers with preparations.
  Supervising teachers need more guidance, support and tools for the parent interviews to be successful.
  The conclusions therefore reveal cause for further studies on parent interviews and their purpose for school development in general.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR0240 Þuríður Óttarsdóttir-Ekki hafa foreldraviðtölin á föstudegi.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna