is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28120

Titill: 
  • Fræ : hljómkviða lífsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um fræ, af hverju þau eru mannkyninu jafn mikilvæg og raun ber vitni og af hverju það er mikilvægt að rækta og safna fræjum. Þau eru umkringd okkur í daglegu lífi, allt frá fæðu yfir í textíl og eiturefni. Farið verður í líffræðilegan grunn varðandi uppbyggingu og virkni fræja. Skoðaður verður grundvallarmunurinn á heirloom fræjum og blendingsfræjum og hvernig koma stórfyrirtækja á markaðinn hafa haft áhrif á það hvernig fæða er ræktuð í heiminum í dag. Sjónum verður beint að fræsöfnum og fræbönkum, hvernig slíkar stofnanir starfa og leitað verður eftir svari við þeirri spurningu hvort fræsöfn geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, til dæmis eflt vitundarvakningu um mikilvægi fræsöfnunar. Athafnir og reynsla eru mikilvægir þættir varðandi margskonar lærdóm, meðal annars til að læra að þekkja inn á náttúru okkar og umhverfi. Slík vitneskja er að mörgu leyti hverfandi í nútímasamfélagi þar sem einstaklingar eru margir hverjir orðnir gríðarlega aftengdir því hvernig náttúran virkar, hvaðan hlutirnir sem við neytum koma og hvernig þeir verða til. Með því að vera í náinni snertingu við umhverfið verður til annars konar þekking sem erfitt er að setja í orð, það verður til líkamleg og tilfinningatengd þekking. Sú þekking kallast þögul þekking.
    Loks verða nefnd nokkur dæmi úr hönnunarheiminum sem tengjast viðfangsefninu og sýna fram á það hvernig hönnuðir geta séð tækifæri sem leynast og verið sterkt afl í að ýta undir samfélagslegar breytingar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurros_Bjornsd_BA_ritgerd_2016.pdf4.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna