is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28122

Titill: 
  • Súkkulaði : um meðvitaða neyslu og kerfishugsun í hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Síðastliðin ár hefur neyslusamfélagið vaknað til vitundar um margslungna og jafnvel myrka þætti í fjöldaframleiðslu og matariðnaði. Súkkulaðiiðnaðurinn hefur ekki síst verið á vörum fólks í sambandi við barnaþrælkun og bág kjör kakóbænda innan iðnaðarins. Sala á „fair trade“ vottuðum vörum hefur aukist með árunum þar sem fólk þykist vita hvað býr að baki slíkrar vottunar, hún virkar oft sem afsökun fyrir neyslunni. En eru neytendur í raun og veru meðvitaðir um súkkulaðineyslu sína? Með hvaða aðferðum geta hönnuðir og framleiðendur aukið þekkingu almennings og stuðlað að virðisaukningu á súkkulaði? Ritgerð þessi er unnin út frá rannsóknarvinnu minni frá námskeiðinu Food Systems sem ég sat haustið 2015 í Listaháskóla Íslands. Á námskeiðinu var notast við kerfishugsun í hönnun til að nálgast viðfangsefni á heildstæðan hátt. Slíkur hugsunarháttur getur gefið hönnuðum kost á því að hafa jákvæð áhrif á núverandi og komandi kerfi. Farið verður í sögu súkkulaðis og kerfið sem súkkulaðiframleiðsla tilheyrir í dag. Tekinn verður fyrir samanburður á súkkulaði og víni, en margt er sameiginlegt með þessum tveimur neysluvörum þó að grundvallarþættir sem snúa að gagnsæi og uppruna skilji þær að. Stuðst verður við hugmyndafræði Cradle to Cradle með áherslu á virðisaukningu kakóbaunarinnar í súkkulaðiframleiðslu og kenningar Vilém Flusser um framtíð verksmiðjunnar. Stuttulega verður farið í það hvað veldur súkkulaðiþrá og í framhaldi verður fjallað um kakóbaunina á Íslandi í formi viðtals og um það hvernig framleiðslufyrirtæki geta frætt neytandann um uppruna kakóbaunarinnar. Að lokum tek ég nokkur dæmi um það hvernig upplifunarhönnun getur nýst sem verkfæri til betrumbóta kerfisins og meðvitaðrar neyslu. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á að kerfishugsun í hönnun getur haft áhrif á framtíð verksmiðja og stuðlað þannig að meðvitaðari neyslu og framleiðslu.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Sóley Þráins- súkkulaði.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna