Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28123
Cleaning strategies
Í verkefninu var leikið með orðið og athöfnina „að hreinsa“ til þess að varpa ljósi á vannýttar náttúruauðlindir og iðnaðarúrgang.
Hreinlæti er talið eftirsóknarvert í daglegu lífi þar sem óhreinindi eru jafnan fjarlægð úr umhverfi okkar. Í því samhengi er hægt að tala um hreinlætismenningu sem skapar ógrynni af kemískum hreinsivörum og tólum til hreinsunar.
Innflutningur á slíkum vörum er mest megnis fólginn í vörum úr vatni, plasti og efnum af óþekktum uppruna. Með svipuðum hætti eru staðbundin hráefni „hreinsuð burt“ í iðnaðarframleiðslu og þeim sólundað.
Í verkefninu voru afurðir frá skógrækt á Íslandi kannaðar ásamt sláturhúsaúrgangi. Samhliða var unnin rannsókn á hreinlæti í víðum, praktískum og heimsspekilegum skilningi. Einblínt var á furuna og afurðir af íslenska hestinum sem dæmi um vannýttan efnivið. Í báðum tilfellum er hráefnum fargað, og yfirleitt eru þau brennd eða urðuð. Rannsakaðir voru hugsanlegir nýtingarmöguleikar þessara hráefna í sjálfbæru samhengi hreinlætisvara. Verkefnið og rannsóknarvinnan var afar umfangsmikil og komu margir einstaklingar að sem ég mun ekki ná að vísa til í þessari greinagerð, í staðinn mun ég birta lista yfir viðtöl í viðauka.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Greinagerð SÞ.pdf | 37,99 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |