is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28124

Titill: 
  • Ritúal og hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritúalar (e.rituals) hafa verið hluti af sögu mannkynsins í þúsundir ára, þeir hafa átt þátt í að móta samfélög, menningar og sögu okkar. Við leitumst eftir því að framkvæma og taka þátt í ritúölum, við högum okkar lífi, vinnu og skóla oft eftir þeim eða í kringum þá; sem dæmi má taka lögbundin frí á Íslandi yfir jól, nýár og páska. Í samtímanum eru ritúöl oftar en ekki tengd við trúarbrögð og endurómun frá fortíð en staðreyndin er sú að þau eru enn stór hluti af samtímamenningu sem dafnar og vex með okkur.
    Til að styðja mitt mál nota ég bækur á borð við The Rites of Passage eftir Arnold van Gennep og Performance Theory eftir Richard Schechner. Ég notast einnig við greinar sem tengjast hönnun og/eða rituölum til að styðja mál mitt enn frekar. Á undanförnum áratugum hefur borið á því að óhóflegar neysluvenjur jarðarbúa eru farnar að hafa gríðarleg áhrif, ekki bara á umhverfi okkar heldur einnig athafnalíf. Neysluritúöl (e. consumer ritualism) hafa orðið hluti af nánast öllum stórhátíðum sem við höldum upp á hér á landi, svo dæmi sé tekið, og er þá vert að skoða hvaða hlutverki hönnun gegnir og hvaða áhrif hún hefur á samfélagið þegar litið er til ritúala samtíma okkar. Hönnuðir hafa hrundið af stað nýrri stefnu sem byggir á umhverfisvænni vörum/verkum en jafnframt því hefur á síðustu árum færst í aukana að hönnuðir skapi verk sín út frá ritúölum, hvort sem um er að ræða í ferli eða við notkun vörunnar/verksins. Þörf mannsins fyrir að upphefja sig og sitt daglega líf verður augljósari með hverjum degi, ritúalar hjálpa okkur við að halda okkur heilum á geði og komast í gegnum mikilvæg tímamót í lífinu.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna Halldórudóttir - Ritúal hönnun.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna