is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28126

Titill: 
  • Áhrifavaldur framfara : hönnun sem afl til breytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum söguna má sjá dæmi þess að hönnun hafi verið nýtt sem afl til breytinga sem stuðlað hefur að framförum. Hönnuðir hugsuðu lausnamiðað og þróuðu aðferðarfræði hönnunar í kjölfar iðnbyltingar og fjöldaframleiðslu; leituðu leiða til að mæta nýjum aðstæðum. Markaðurinn og neytendur gerðu kröfu til vöruþróunar og svöruðu hönnuðir kallinu sem um leið skapaði störf og verkefni fyrir þá. Almenningur nú til dags sér því oft hönnun sem vettvang markaðsins fremur en að vera framsækna grein sem stuðlar að úrlausnum og ferlum sem eru samfélaginu til bóta.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig hönnun getur verið afl til breytinga. Farið verður yfir þróun hönnunar í gegnum tíðina og tekin verða fyrir verk hönnuða sem markvisst hafa nýtt hönnun sína sem afl til breytinga. Staða íslenkrar hönnunar verður skoðuð út frá hugmyndum sem koma fram í nýlegri Hönnunarstefnu stjórnvalda. Í framhaldi af því verður rýnt í og borin saman hugmyndafræði og ákveðin skilgreining hönnunar sem kemur fram í hugtökunum samfélagsleg hönnun (e.Social Design), hönnunarhugsun (e.Design Thinking) og samfélagsleg nýsköpun (e.Social Innovation) sem eru hugtök yfir hugmyndafræði sem leiðir til velferðar og bættra lífsskilyrða í samfélaginu. Nú til dags er mikilvægt að hönnuðir komi þeim skilaboðum út til samfélagsins að hægt sé að nýta hönnun á hinum ýmsu sviðum og að sýna fram á hverju hönnun getur komið til leiðar fyrir samfélagið.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdís Steinarsdóttir BA RITGERÐ LOKA.pdf824.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna