is Íslenska en English

Skýrsla

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Verkefni til BA-gráðu - greiningar / BA projects - analyses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28127

Titill: 
  • Inn að beini
Útgáfa: 
  • Júní 2017
Útdráttur: 
  • Inn að beini er þróun á sterku náttúrulegu efni unnið úr beinum þar sem mismunandi eiginleikar þess eru nýttir til að búa til náttúrulegt efni sem hefur aflfræðilega eiginleika (brotstyrk og fjaðurstuðul) nálægt eiginleikum MDF. Beinin eru annars vegar brennd til ösku og hins vegar er unnið úr þeim lím. Þessum tveimur hráefnum er blandað saman til að búa til efnið. Efnið hefur þann eiginleika að vera auðmótanlegt og getur bæði verið mótað þykkt þar sem það hefur mikinn styrk og einnig svo þunnt að hægt er að horfa í gegnum það. Þegar unnið er með efnið er bæði hægt að vinna með það eins og keramik því það er fyrst fljótandi þegar það er blandað. Þá er hægt að steypa það í mót og þannig hægt að gera nær hvaða form sem er. Einnig er hægt að vinna með efnið eftir að það er harðnað, þá er hægt að vinna með það líkt og unnið er með MDF plötur, bora, saga, pússa, laser skera o.s.frv. Einn af helstu kostum efnisins er að það er vatnsleysanlegt þannig að það brotnar niður í náttúrunni. Þar af leiðandi er efnið sterkt þangað til að þess er ekki þörf lengur og blandast aftur náttúrunni. Hægt er að nota bein úr öllum húsdýrum til að búa til efnið en aðallega var notast við hestabein við gerð verkefnisins.
    Inn að beini er dæmi um hvernig vinna má vannýtt hráefni úr nærumhverfi okkar með því að skoða þau út frá nýju sjónarhorni og þannig finna þeim nýtt hlutverk og gildi. Með því að skoða nýja nýtingarmöguleika á náttúrulegum hráefnum sem finnast hérlendis er skref tekið í átt að meiri sjálfbærni og minna kolefnisspori. Að mínu mati þarf að vera mikil áhersla á sjálfbærni á eyju eins og Íslandi. Mikið er flutt inn af hráefnum sem vel væri hægt að finna staðgengla fyrir með því að skoða betur möguleika þeirra efna sem Ísland hefur fram að færa
    og styrkja þannig staðbundna framleiðslu. Verkefnið mitt er ein tillaga að nýtingu íslenskra hráefna sem oft á tíðum er litið framhjá dagsdaglega.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð- Valdís Steinarsdóttir 19.maí.pdf6,51 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna