Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28130
Við upphaf 20. aldar naut klassíski gítarinn ekki eins mikilla vinsælda og hann gerir í dag. Það var ekki fyrr en spænski gítarleikarinn Andrés Segovia ákvað að gera það að sínu lífsmarkmiði að koma hljóðfærinu á verðskuldaðan stall í tónlistraheiminum. Til að takast það markmið fékk hann til liðs við sig nokkur tónskáld sem áttu að semja fyrir hann ný gítarverk og kynna þannig hljóðfærið fyrir almenningi á ný. Eitt af þeim tónskáldum sem Segovia starfaði með var mexíkóska tónskáldið Manuel Maria Ponce. Verkin sem hann samdi fyrir Segovia eru talin vera með mikilvægustu gítarverkum sem samin hafa verið fyrir hljóðfærið og er hann því talin eitt merkasta gítartónskáld veraldar og í sameiningu tókst þeim að reisa við orðspori gítarsins. Ponce heillaðist mikið af mexíkóskri þjóðlagatónlist og nýtti hana markvisst í sínum tónsmíðum og nýtir þau einnig í nokkrum að hans gítarverkum. Í þessari ritgerð verður fjallað um þann þjóðlega bakgrunn sem hann byggði verk sín á og í framhaldinu verður fjallað um ævi hans, menntun og störf. Á sama hátt verður ævi Segovia rakin og fjallað um kynni þeirra tveggja, samband og samstarf. Birt verður heildaryfirlit yfir gítarverk Ponce og fjallað lauslega um nokkur þeirra og að lokum verða tvö af mikilvægustu gítarverkum hans greind: Sonatina Meridional og Concierto del Sur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Manuel Ponce ritgerð loka..pdf | 1.21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |