is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28141

Titill: 
  • Málverk sem opið kerfi : gagnvirkni, þátttaka og leikur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni Málverk sem opið kerfi: gagnvirkni, þátttaka, leikur er leitað svara við spurningunni hvort útvíkkun málverksins undanfarna áratugi hafi opnað miðillinn fyrir gagnvirkni, þátttöku og leik. Ég rek þróun eigin verka frá því að vera kyrrar innsetningar og málverk yfir í gagnvirk verk þar sem áhersla er lögð á leikrænt samband áhorfanda, verks og rýmis. Ég fjalla um það listræna og hugmyndafræðilega samhengi sem verkin mín eru sprottin úr ásamt lýsandi greiningum á eigin verkum. Ég tek útgangspunkt í útvíkkun málverksins í sögulegu samhengi. Hvernig listamenn hafa á brotist út úr hinni módernísku skilgreiningu á miðlinum, þar sem hugmyndir um sérstöðu miðilsins hafa vikið fyrir hugmyndum um fjölbreytileika og samruna við aðra miðla. Aukin áhersla á listupplifunina á staðnum og líkamlegt samband milli áhorfanda, verks og rýmis sem er bundið við skynjuna, er merki um fyrirbærafræðilega nálgun listamanna eftir 1960. Hans-Georg Gadamer líkir listaverkinu við leikrænt atvik sem krefst þátttöku áhorfandans. Út frá skrifum Gadamers varpa ég ljósi á það hvernig merking verka minna verður til í samtali við áhorfendur. Hvernig bæði líkamleg skynjun, fyrri reynsla, þekking og skoðanir þeirra sem upplifa verkið hafa áhrif á þá merkingu sem verkið hlýtur. Út frá kenningum Tim Stott skoða ég leikræna þátttökulist og þau kerfi sem birtast í verkum í ýmissa samtímalistamanna. Ég skoða kerfislega nálgun í eigin verkum og mismunandi stig áhorfs og þátttöku. Ég fjalla um málverkið í „hinu miðlalausa“ ástandi og hvernig greina má meðvitund um stöðu málverksins í verkum mínum sem og annarra listamanna. Að lokum eru þessir mismunandi þræðir dregnir saman í umfjöllun um útskriftarverkið mitt Í framvindu leiksins.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingunn_MA_myndlist.pdf14.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna