is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28142

Titill: 
  • Að vera með leshömlun í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um rannsókn á reynslu nemenda af því að verameð leshömlun (e. dyslexia) í grunnskóla. Leitað var svara við tveimurmeginspurningum: Hver er reynsla nemenda af því að vera með leshömlun í grunnskóla? Hvaða aðferðir telja nemendur að muni gagnast þeim best við nám innan sem utan bekkjarstarfs? Rannsóknin var eigindleg og gerð í þremur grunnskólum í ólíkum samfélögum. Viðmælendur voru 7 nemendur, 4 drengir og 3 stúlkur í 8.−10. bekk.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur sem rætt var við voru
    yfir heildina ánægðir í skólanum og sáttir við kennara sína en misjafnlega sáttir við kennsluhætti, námsefni, heimanám og námsmat. Það var samróma álit viðmælenda að fjölbreytni í kennsluháttum væri ekki nægilega mikil í skólunum. Meiri hluti þeirra taldi að í kennslustundum væru allir nemendur oftast að vinna einir í vinnubókum eða verkefnum, allir væru með sömu bækur eða verkefni en meirihluti viðmælenda taldi að hópavinna myndi henta þeim betur. Nemendur sem rætt var við voru frekar ósáttir við námsmat sitt þar sem þeir sögðust flestir fá lágar einkunnir og meirihluti þeirra sagðist taka sömu próf og allir aðrir og vildu að námsmat væri öðruvísi. Þeir vildu jafnframt fá að hafa meiri áhrif á námsumhverfi sitt almennt. Nemendur sem rætt var við töldu ekki að leshömlun þeirra hefði afgerandi áhrif á líðan í skóla, á félagslíf og áframhaldandi nám og meirihluti þeirra sagði að þeim hefði liðið best á unglingastigi og nefndu valfög, listgreinar og íþróttir sem skemmtilegustu fögin. Flestir töluðu um að kvíði og stress vegna
    leshömlunarinnar hrjáði þá ekki almennt en þó kom fram að flestir kviðu fyrir prófum og einkunnum í námsmati og einn nemandi hafði orðið fyrir einelti frá nemendum og kennurum vegna leshömlunar sinnar í öðrum skóla.
    Upplifun viðmælenda af sérkennslu í skólanum var misjöfn þar sem meirihlutanum fannst ekki gott að vinna í sérkennslu einir með sérkennara og mat flestra var að betra væri að vinna í hópavinnu með öðrum nemendum, kennurum eða stuðningsaðilum innan bekkjarstarfs.
    Þó að úrtak þessarar rannsóknar hafi verið lítið og ekki mögulegt að
    alhæfa út frá niðurstöðunum má ætla að viðhorf þessara 7 nemenda geti orðið viðbót við þær rannsóknir sem nú þegar hafa verið gerðar á reynslu, upplifun og viðhorfum nemenda með leshömlun í grunnskólastarfi.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation reports a study of the experiences of dyslexic elementary students. The aim was to answer two main questions: How do dyslexic students experience having dyslexia in elementary schools? What methods do the students believe will help them the most with their studies inside and out of the classroom? This was a qualitative study in three elementary schools in different communities. Seven students participated in the study four boys and three girls from grades 8.–10.
    The main findings of the study are that the students interviewed were mostly happy in school and satisfied with their teachers. They were, however, not always happy with the teaching methods, their curriculum, homework and assessment. The students all agreed that the teaching methods in their schools were not diverse enough. Most of them said that during lessons students usually worked alone in their workbooks or other assignments, everyone had the same books or assignments. Most of the students believed that group work would suit them better.
    The students were unhappy with their assessment as they usually got low grades. Most of them said they took the same tests as everyone else but they wanted their assessment to be different. They also wanted to have more influence on their learning environment in general.
    The interviewees did not believe that their dyslexia had a major impact on how they felt in school, on their social life or their ongoing education. Most of them felt at home in school during their teenage years, and spoke of elective subjects, the arts and physical education as their favorite subjects.
    Most of the students didn't feel that the dyslexia generally caused them fear or anxiety although some mentioned feeling nervous about tests and their final grades. One student spoke of being bullied by other students and teachers because of their dyslexia in another school.
    The interviewees had quite different experiences with special education in their school. Most did not like being alone in lessons with a special education teacher and most of them believed that it is better to work in a group with other students, teachers or supporting staff within the class.
    The study has a rather small sample and therefore it is not really possible to generalize from it’s results. However, the views of the seven students can add to the findings of the research that has already been done into the experience and views of dyslexic elementary students.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vera með leshömlun í grunnskóla Sigurbjörg A Sævarsdóttir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna