is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28144

Titill: 
  • Hvernig nýtast samfélagsmiðlar íslenskum fyrirtækjum í markaðssetningu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinsældir markaðssetningar á samfélagsmiðlum hafa farið vaxandi á síðustu árum og áhrifavaldar gegna þar stóru hlutverki. Fyrirtæki sem vilja vera samkeppnishæf á íslenskum markaði í dag verða að tileinka sér þetta tiltölulega nýja form markaðssetningar. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var hvernig samfélagsmiðlar nýtast íslenskum fyrirtækjum í dag, þar sem lögð var áhersla á samfélagsmiðlana Facebook og Instagram. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, annars vegar megindleg rannsókn og hins vegar eiginleg. Eigindleg rannsókn verkefnisins var í formi djúpviðtala við þrjá sérfræðinga í markaðssetningu, sem höfðu hver um sig sérþekkingu á hefðbundnum miðlum eða samfélagsmiðlum. Megindleg rannsókn verkefnisins var í formi spurningakönnunar sem lögð var fyrir 304 þátttakendur í gegnum samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Íslendingar eru meðtækilegir fyrir markaðssetningu á samfélagsmiðlum, þar sem margir þeirra leita sjálfir að upplýsingum um vörur og þjónustu fyrirtækja frá áhrifavöldum eða fyrirtækjum, og gera það oftast á Facebook eða Instagram. Rannsóknin gefur einnig vísbendingu um að umfjallanir áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafi meiri áhrif á kauphegðun íslenskra kvenna en karla. Þá er ályktað að markaðssetning á samfélagsmiðlum hefur meiri áhrif á kauphegðun íslenskra neytenda en hefðbundin markaðssetning. Samþætting samfélagsmiðla og hefðbundinna miðla gæti þó skapað samhæfð skilaboð fyrirtækja sem gætu haft mikil áhrif á vörumerkjavitund og ímynd þeirra.
    Lykilorð: Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar, hefðbundnir miðlar,
    markaðssetning, umtal á netinu, kauphegðun.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Andrea_og_Heba.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna