is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28147

Titill: 
  • Sagnavefurinn : miðlun menningararfs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni í listkennsludeild LHÍ, fjallar um mikilvægi þess að miðla þeim menningararfi sem felur í sér sagnaarfinn og hvernig það, að nota þjóðsögur við kennslu gefur fjölbreytta möguleika á kennsluaðferðum og úrlausnum sem leiða til skapandi skólastarfs. Nemendur eru hvattir til að beita greiningu, rannsókn og sköpun við nám sitt. Fjallað er um sköpun og hvað það er mikilvægt að nemendur tengi við merkingu og gildi viðfangsefna sinna til að sköpunargleðin verði ríkjandi í náminu. Þemanám og grenndarnám er dæmi um skapandi skólastarf þar sem innblástur er sóttur út í samfélagið. Skólafólk og uppalendur vinna að því að menning skili sér á milli kynslóða, til að mynda staðarmenningin, bæði sú sem á uppruna sinn í náttúrulegu umhverfi og sú sem á upptök sín í huga mannanna. Þjóðsögur hafa alla tíð flutt einhver skilaboð til áheyrenda sinna og eru og hafa verið öflugur miðill í uppeldislegum tilgangi. Þegar sagnaþulir segja sögur sínar og eru með áheyrendum sínum augliti til auglitis hefur það jafnvel þau áhrif að áheyrendum finnst þeir þátttakendur í upplifuninni. Fjölmargir listamenn bæði innlendir sem erlendir hafa nýtt sér þjóðsögur og ævintýri sem uppsprettu að sinni listsköpun og eru nokkrir listamenn kynntir í verkefninu. Ég hef búið til námsvefinn Sagnavefurinn en þar er hægt að hlusta á sagnaþulinn Ásu Ketilsdóttur segja þjóðsögur. Einnig eru þar verkefni fyrir listgreinakennslu sem hægt er að tengja sögunum ásamt hæfniviðmiðum, námsmati og tillögum að framkvæmd. Sótt er í smiðju fræðimannanna, John Dewey, Elliot Eisner og Ken Robinson við skrif þessa verkefnis einnig er litið til aðalnámskrár bæði grunn- og framhaldsskóla svo og annarra fagmanna. Rétt er að geta þess að sagnaþulurinn Ása Ketilsdóttir, sögur hennar og áhrifamáttur þeirra, voru fyrst og fremst kveikjan að þessu verkefni.

  • Útdráttur er á ensku

    This master´s project at the IAA´s Department of Arts Education focuses on the importance of communicating the cultural heritage of the narrative form and how using folkloric tales for teaching purposes can open diverse possibilities for teaching methods and solutions with a creative educational approach. Students are encouraged to apply the methods of research, analysis and creativity to their studies. The concept of creativity is discussed as well as the importance of students connecting with the value and meaning of thier subject matter in order to allow creativity to become a decisive factor in their education. Theme-based and place-based education are examples of creativity in education, seeking inspiration in the local community. Educators and caregivers aim at building cultural bridges between generations, as in the case of local culture, both in terms of the natural and human environments. Folkloric tales have always contained a message for their audience and have been, and still are, a powerful tool for child-rearing. When storytellers tell stories in front of an audience it may cause their listeners to feel that they are participating in the experience. Several artists, both international and local, have used folk talkes and legends as a source for their artistic practice and in this project I introduce some of them. I have created a website called the Storytelling Network, where the storyteller Ása Ketilsdóttir tells folktales. The website also contains art education projects that relate to these tales, including learning objectives, assessment criteria and suggestions for implementation. This project bases its theoretical approach on the work of scholars such as John Dewey, Elliot Eisner, and Ken Robinson, but it also references the national curriculum, both at primary and secondary levels in addition to other scholars. It is important to note, however, that it was the storyteller Ása Ketilsdóttir, her stories and their power that inspired this project.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sagnavefurinn_dagrun_30mai.pdf2.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna