is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28149

Titill: 
  • Hópkennsla í söng : áfangi fyrir íslenska framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hópkennslu í söng og hvernig það að bjóða upp á söngnám í hóptímum sem áfanga í framhaldsskólum getur nýst nemendum og samfélaginu. Í upphafi árs 2017 fékk ég tækifæri til að þróa og kenna áfanga í Borgarholtsskóla sem kenndur var á leiklistarbraut skólans. Áfanginn var hluti af rannsókn sem ég framkvæmdi yfir þriggja mánaða skeið.
    Rannsóknaraðferðin sem ég ákvað að notast við nefnist starfendarannsókn (e. Action research). Meðan á rannsókninni stóð leitaðist ég eftir að greina og þróa áfram aðferðir og kennsluhætti sem ég nota í söngkennslu og fá dýpri skilning á þeim. Ég hélt dagbók og tók viðtöl við nemendur og nýtti þau gögn í niðurstöðum rannsóknarinnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort að það væri vettvangur fyrir söngkennslu sem hópkennslu og áfanga innan veggja framhaldsskóla.
    Niðurstöður sýna að bæði nemendur og skólasamfélagið hafa ávinning af áfanganum. Rannsóknin opnaði augu mín fyrir ýmsum þáttum kennslunnar t.d. hvað það er sem hvetur nemendur á þessu menntastigi áfram í söngnámi. Við það að skipuleggja og kenna áfangann og skoða mitt eigið framlag meðan á honum stóð þá uppgötvaði ég bæði eigin styrkleika og fann tækifæri til úrbóta.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is Class Voice and how teaching vocal performance as a group lesson can benefit students in secondary school and the society as well. In January 2017 I received the opportunity to develop and teach a course at Borgarholtsskóli for theater majors. The course was a part of a research that spanned three months.
    The research method I chose to use is called action research. I was seeking to explore and develop my own teaching methods as a teacher in singing and to gain a deeper understanding of my own work. The data I collected during the research include a journal I wrote regularly and interviews with students. The purpose of this research is to see if there is a platform for teaching singing in a group setting in secondary schools in Iceland.
    This research indicates that organizing and teaching this course and looking at my own teaching methods impacted me as a teacher and during the research process I discovered both my strengths and opportunities for improvement. The study shows that both the students and the school community benefits from the course.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hópkennsla_í_Söng_Guðbjörg_H_15.maí17Skemman.pdf996.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna