is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28150

Titill: 
 • Áning : ferðalag hugar, handar og efnis í listsköpun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessu meistaraverkefni var að kanna hvernig nota megi rannsóknir, tilraunir og vinnu í gegnum efni (e. thinking through making) til að virkja ímyndunaraflið og koma af stað hugmyndaferli. Mér lék forvitni á að vita hvernig ég gæti nýtt mér þessa aðferð í minni vinnu og kennslu í framtíðinni.
  Í því skyni hef ég skoðað mitt eigið ferli í listsköpun nýtir vinnu í gegnum efni sem og hvernig ég muni geta nýtt mér afrakstur þessara skrifa áfram í þeirri vinnu.
  Það eru fyrst og fremst þrír fræðimenn sem ég hef nýtt mér sem heimildabrunn og innblástur. Þeir eru Tim Ingold og Juhani Pallasmaa, sem báðir hafa lagt áherslu á rannsóknarvinnu þar sem samband handa, hugar og efnis er grundvöllur nýrrar þekkingar í lista- og hönnunaraferli. Sá þriðji er Mihaly Csikszentmihalyi sem tengist þeirra kenningum en hann hefur skrifað um mikilvægi flæðis, það er þegar jafnvægi er á milli hæfni okkar og áskorana þannig að fókus okkar verður algjör á viðfangsefninu og við göngumst því á vald.
  Niðurstöður mínar hafa sannfært mig um að þessi leið, að vinna með efni og kanna möguleika þess með myndun flæðis, geti verið góð til að koma sér af stað í hugmyndavinnu, hvort heldur sem er í minni eigin vinnu við listsköpun eða hjá nemendum. Með því að fara þessa leið er mun líklegra að til verði ný hugsun og að ferlið fari með þig á nýjar og áður óþekkta slóðir í samspili eiginleika efnis, hugar og handar frekar en maður hafi einhverja fyrirfram ákveðna hugmynd og reyni að koma henni í efni.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this master’s thesis was to explore how research, experimentation and thinking through making can be used to activate the imagination and initiate a conceptual working process. I was interested in understanding how I might use this method in my work and teaching in the future.
  To this purpose I have analyzed my own creative practice and my use of thinking through making, as well as how I might use the conclusions I’ve reached in this project to take my investigations further.
  I base my theoretical approach mostly on three scholars who have provided me with a source of inspiration: Tim Ingold and Juhani Pallasmaa, both of whom emphasize the research process during which it’s the connections between the hands, the mind and the material that forms the basis for new knowledge in an art and design practice; and, related to their approach, Mihaly Csikszentmihalyi who has studied the importance of flow, i.e. when balance is achieved between our skills and challenges, resulting in absolute absorption in the subject, with the subject taking the lead.
  My results have convinced me that this method, thinking through making, and exploring its potential in initiating flow, can be a good way to start the development of concept, whether it be in my own artistic practice or with students. Rather than starting with a fixed idea and trying to bring it into material form, choosing this method may open possibilities for new ways of thinking, a process that might take you into new and hitherto unknown paths in the interplay between the properties of material, mind and hand.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HerborgEðvaldsdóttir-30.maí.pdf4.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna