Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28152
Þetta 20 eininga meistaraverkefni er byggt á listasmiðjunum Minningardúkurinn. Höfundur ferðaðist milli Reykjavíkur, Rovaniemi og Tallinn með smiðjurnar. Listasmiðjurnar vann höfundur út frá starfskenningu sinni sem þróuð var út frá eigin reynslu sem fatahönnuður, listamaður og jógakennari. Auk smiðjunnar vann höfundur að eigin listsköpun í tengslum við meistaraverkefnið sem var í nánu samtali við smiðjurnar.
Hugmyndafræði listasmiðjanna byggir á því að í listsköpun nýtum við minningar, tilfinningar og fyrri reynslu til þess að móta mögulega nýjar hugmyndir og ný verkefni sem aftur geta verið innblástur fyrir mann sjálfan og jafnvel einhvern annan. Listasmiðjan Minningardúkurinn hvetur til samtals þar sem þátttakendum er veitt tækifæri til að velta fyrir sér því sem hendur þeirra eru megnugar. Í ritgerðinni fjallar höfundur um miðlun minninga og menningar í gegnum handverk og færir rök fyrir því hvernig valdefling og flæði spilar stóran þátt í því ferli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
thelma hjartadihendinni.pdf | 4.95 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |