is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28155

Titill: 
 • Kolkrabbi, sælgætishrúga og teningur labba inn á bar : innbyrðis sambönd hluta í sköpunarferlinu skoðuð gegn um linsu hlutbundinnar verufræði, háhluta og háleitra hluta
 • Þú átt súkkulaðið en þú átt samt ekki súkkulaðið
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Með rödd Ray Charles syngur fartölva til segldúks í myrkrinu. Það er sama járnlykt af blóðpolli í eldhúsinu mínu og finnst af skilrúmi í lesbás Þjóðarbókhlöðunnar. Táningsstelpur tilkynna mætingu gesta á sýninguna í míkrófón og bera saman við tvær sýningar sem opna sama kvöld. Í þessari ritgerð mun ég skoða myndlist út frá hlutbundinni verufræði: hvar liggja verðmætin í því að líta á manneskjuna sem hlut, jafngildan öllum öðrum hlutum í sköpunarferlinu? Ég velti fyrir mér hvernig best sé að treysta efniviðnum og rannsókninni svo sjálfur listamaðurinn byggi ekki aðeins á eigin snilligáfu (eiginleika sem birtist þegar honum sýnist og er ekki hægt að treysta á). Samtalið milli listamanns og viðfangsefnis gefur ríkulegri niðurstöður en einræða (hugmyndin um að verkið komi fullbúið úr hugarheimi listamannsins).
  Með það fyrir augum endurskoða ég eigin verk og reyni að finna sambönd sem áður voru mér ókunnug. Ég styðst við ritgerðir Grahams Harman um hlutbundna verufræði og nýti þær til að skoða verk Gabriels Orozco. Ég tæpi á skrifum Timothys Morton um hinn háleita hlut og hvernig verk á borð við sælgætishrúgu Felix Gonzalez-Torres nýta sér fagurfræði sem skilaboð. Fjallað verður um háhlut Mortons og birtingarmynd hans í myndlist. Hvernig glittir í háhlutinn í farsímaverki og hvar er hnattræn hlýnun (háhlutur) staðsett í límbandsverki á rúðu í óveðri?

 • Útdráttur er á ensku

  In Ray Charles’ voice, a laptop sings to a tarp in the dark. The same smell of iron emanates from my dad’s puddle of blood in the kitchen as in a reading booth at the National Library. Teenage girls announce into a microphone the attendance numbers of guests, comparing the exhibition to two others happening concurrently that same night.
  In this essay I approach fine art from the viewpoint of object-oriented ontology, I emphasise the quality of looking at the human being as an object, equal to all other objects in the creative process. I look at the process and wonder how best to trust the material and research so the artist herself won’t rely on her own genius (a quality that shows up when it wants to and cannot be relied on).
  With that in mind I revalue my work and try to find invisible relationships that I didn’t notice before. Through Graham Harman’s essays on object-oriented ontology I look at a photograph by Gabriel Orozco. I go into Timothy Morton’s writing on the Sublime Object and how work like Felix Gonzalez-Torres’ pile of sweets use aesthetics as message. I discuss Morton’s Hyperobjects and speculate how it appears in fine art. How does a hyperobject present itself in a cellphone and where is global warming (hyperobject) detectable in tape affixed to a window during stormy weather?

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BARA_2017_BA_SKEMMAN.pdf35.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna