is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28157

Titill: 
  • Sviksemi orðanna : orð í list, orð sem list
  • Fánar : Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta, Ekki tapa þér alveg en gleymdu þér um stund og Mjög flott
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um mikilvægi orða til tjáskipta í listrænu og samfélagslegu ljósi. Ég skoða samband orða og mynda í myndlist út frá hugmyndum Simons Morley, sem greindi listaverk sem eiga í sambandi við orð í fjóra meginflokka: trans-medial, multi-medial, mixed-media og inter-medial.
    Myndir á samfélagsmiðlum sem hafa orð til stuðnings koma við sögu sem og fagurfræði mynda sem finnast þar. Skilaboð til almennings úr auglýsingum og poppmenningu eru skoðuð í ljósi upplýsingamiðlunar og samhengið á milli hugmynda Morleys og listaverka höfundar er kannað og flokkað.
    Þá fjalla ég um listamenn sem nota orð í myndverkum sínum eins og René Magritte, David Shrigley, Lawrence Weiner og Ed Ruscha og skoða verk þeirra út frá kenningum Morleys. Áhrifa frá Magritte gætir víða enn í dag tæpri öld frá hápunkti ferils hans. Orðin virðast halda velli. Að lokum varpa ég fram spurningum um tengsl ljóða Gyrðis Elíassonar við myndlistarverk sem styðjast við orð.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Download File.pdf13.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna