is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28159

Titill: 
  • Finnum samhljóminn : samruni listarinnar og tilverunnar
  • Hægur norðlægur vindur og lítil ölduhæð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð geri ég tilraun til að rannsaka þá þætti sem liggja á bak við listsköpun mína. Ég leitast við að njörva niður hvað það er sem gerir það að verkum að þessir þættir hljómi vel saman. Ég skoða uppruna hugmyndarinnar út frá texta Sigurðar Guðmundssonar í fyrstu bók hans Tabularasa. Ég fjalla um samruna ólíkra listgreina sem blómstruðu á sjötta áratugnum. Þar tek ég fyrir Magnús Pálsson og leyfi hugmyndum hans og verkum að vísa veginn. Verk hans innihalda oftar en ekki tengingar í hljóð sem hann nýtir sér til að efnisgera hið óefnislega. Í því samhengi fjalla ég einnig um hugmyndir John Cage um hljóðin sem finnast í náttúrunni. Ég tek dæmi um það hvernig ég nýti mína persónulegu reynslu í listsköpun, en það er einmitt það sem myndlist hefur í raun alla tíð verið að kljást við. Því næst fjalla ég um hugmyndir Michaels Brewster um hljóðið sem þrívíða skynjun og hvernig hljóð og skúlptúr geta stutt hvort annað í rými. Í gegnum ritgerðina tek ég dæmi um eigin verk og varpa ljósi á viðhorf mitt til eigin sköpunarferlis með því að setja mig í samhengi við aðra listamenn. Ég set mig sjálfa í kastljósið og velti fyrir mér hversu mikilvægur samruni listarinnar og lífsins sjálfs er í sköpunarferlinu.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Rannveig .pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna