is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28163

Titill: 
  • Sólin, sjórinn og snákurinn : tákngervingar á líkamanum, fæðingu hans og dauða
  • Eldur, rafmagn og fjarskynjun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessum skrifum vil ég leiða lesandann í gegnum ótæmandi táknmynd af líkamanum, fæðingu hans og dauða. Útgangspunktur ritgerðarinnar er textinn Solar Anus eftir Georges Bataille. Textinn fjallar um táknræna tengingu allra hluta í heiminum og að í heiminum, stórt og smátt, séu aðeins tvær aðal hreyfingar: inn, út og í hring. Ég skoða hvaðan tákngerving kemur út frá fræðum Jacques Lacan, David Lynch og Carl Gustav Jung. Ég fjalla um mín eigin verk í tengslum við tákn í kvikmyndum og bókmenntum. Verkin eftir mig heita; Eilíf ást, Hungur, Gasoline, Undir fótum og inn í maga & Meet Your Maker. Ég skoða þrá mannsins í að sameinast út frá ýmsum sjónarhornum; út frá sálufélögum í Samdrykkju Platons og samruma manns og bifvélar í kvikmyndunum og bókunum Crash og Christine. Sjálfsmorð, sjálfsfróun og samrumi lífs og dauða eru rannsökuð í táknfræðilegu samhengi. Ég leitast við að útskýra ýmsar tákngervingar á rofi vitundar í höfðinu og frumstæða eiginleika líkamans sem hefur eingöngu þann tilgang að lifa af og viðhalda sinni tegund. Hryllingsmyndir eftir David Cronenberg og bækur Stephen King koma víðsvegar við sögu í tengingu við ótta hugans við sinn eigin líkama og að hafa ekki stjórn á líkamanum sínum. Ég fer inn í ormana sem eru tákn fyrir viðbjóð inn í manneskjunni og útskýri tengingu nauðgunar við BDSM menningu með rannsóknum frá læknum og lögreglu. Frá því yfir í sjálfseyðileggingarhvöt sem trúarlega tilfinningu. Með þessum punktum vil ég búa til mótsagnakennda heimsmynd sem varpar ljósi á viðhorf mitt til listarinnar, eilífðinnar og endaloka hennar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ylfa Þöll BALokaverkefni.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna