is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28164

Titill: 
  • Vörpun : í skugga merkingar
  • Virðing hlutarins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Merkingin er uppistaðan í því menningarlega reglukerfi sem heldur samfélagi manna gangandi. Allt sem við getum útskýrt samanstendur af merkingu og hún er eins og leiðarvísir okkar í gegnum lífið. Með hjálp fyrirbærafræðinnar og skrifum merkra heimspekinga á borð við Martin Heidegger og Maurice Merleau Ponty leitast ég við að svara spurningum er varða þennan heim merkingarinnar. Ég skoða hver okkar upplifun á honum er dagsdaglega. Ég fer yfir birtingarmynd hans í minni eigin listsköpun og listsköpun annarra. Merkingin getur verið takmarkandi þáttur í okkar lífi en í ritgerðinni vil ég sýna að með hjálp innri togstreitu getum við uppgötvað að við séum miklu meira en það sem við teljum að skilgreini okkur. Listaverkið er verkfæri sem opnar fyrir ótakmarkaða getu okkar til eflingar andlegs þroska og þekkingar, sýnir okkur þann „innri veruleika“ sem vísindin ná ekki að magngreina.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ritgerð_2016_thorgils.pdf1,59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna