is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28165

Titill: 
  • Kvennaslagur í meira en öld : saga kvennakóra á Íslandi frá upphafi og fram til fyrsta landsmóts kvennakóra 1992
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um sögu íslenskra kvennakóra frá upphafi og fram að fyrsta Landsmóti kvennakóra 1992. Sérstökum sjónum verður beint að upphafinu, hvað fólst í því og hvaða þróun fór af stað í kjölfarið. Til að setja söguna í samhengi voru heimildir úr dagblöðum og tímaritum skoðaðar. Tekin voru viðtöl við Margréti Bóasdóttur, Margréti J. Pálmadóttur og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur sem eru frumkvöðlar í kvennakórastarfi á Íslandi. Markmiðið með ritgerðinni var að öðlast heildstæða sýn á því hvernig kvennakórastarf hófst og varð að því sem það er í dag en kvennakórar á Íslandi standa loks á traustum grunni eftir áratuga uppbyggingu. Þetta er grunnrannsókn og einungis dropi í hafið, en það er von mín að skrásetja megi sögu kvennakóra á Íslandi og að henni verði gert jafnhátt undir höfði og öðru kórastarfi hér á landi, því það er vissulega blómlegt og mikið.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-HildigunnurEinarsdottir.pdf426.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna