Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28166
Sálmar og sálmalög hafa verið hluti af menningu Íslendinga síðastliðnar fjórar aldir. Fyrstu sálmarnir sem voru sungnir hér á landi voru sálmar Marteins Lúthers, þýddir yfir á íslensku, en hann lagði ríka áherslu á endurnýjun sálmasöngs sem sunginn væri á móðurmálinu. Íslenskum sálmum og sálmalögum hefur fjölgað með hverri nýrri sálmabók en þar eru íslensk tónskáld í fararbroddi. Sálmar og sálmalög eru hluti af kristinni kirkju. Á Íslandi er hlutfall trúlausra að aukast og með hverju árinu kjósa fleiri að skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Minnkandi kirkjusókn leiðir því til þess að sífellt fleiri fara á mis við þennan tónlistararf. Sá sem samdi stærstan hluta í þeim sálmaarfi er Þorkell Sigurbjörnsson. Í heildina samdi hann um fjögurhundruð verk en sálmalög hans hafa þó hlotið mesta athygli, ekki einungis innan veggja íslensku kirkjunnar heldur einnig utan hennar sem og úti í heimi. Má þar helst nefna sálmalagið Heyr, himna smiður. Það er því hvort tveggja í senn áhugavert og mikilvægt að skoða og kortleggja tónsmíðaaðferðir Þorkels og ekki síst hvernig hann nær að skapa sinn sérstaka hljóm. Hvað gerir hann sem fær fólk til að tengjast lögum hans svo sterkum böndum? Í ritgerð þessari er farið lauslega yfir sögu íslenskra sálma og sálmalaga þar sem lög Þorkels Sigurbjörnssonar verða í aðalhlutverki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerd_Johanna_Gudrun_Sigurdardottir.pdf | 940.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |