is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28167

Titill: 
 • Tónlistarnám á Íslandi : er hægt að gera betur?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tónlistarnám er útbreitt hér á Íslandi og fer stór hluti landsmanna í gegnum tónlistarnám einhvern tímann á lífsleiðinni. Oftast er það stundað í tónlistarskólum samhliða grunnskólanámi og/eða framhaldsskólanámi. Tónlistarskólar landsins starfa samkvæmt aðalnámsskrá sem gefin er út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er hún gefin út í tíu heftum sem skiptist í almennan hluta og níu sérstakar greinanámskrár.
  Í þessarri ritgerð verður fjallað um almenna hluta aðalnámskrárinnar, hvernig tónlistarnám er uppbyggt í tónlistarskólum landsins, hvað er kennt í tónlistarskólunum og hvernig kennlu sé háttað. Þremur rannsóknarspurningum var varpað fram: Er hægt að gera betur í tónlistarkennslunni hér á Íslandi? Er verið að fylgja námskránni? Á að fylgja námskránni? Efninu til stuðning voru tekin viðtöl við þrjá einstaklinga. Allir hafa þeir ólíkan bakgrunn og eru í dag á mismunandi stað í tónlistinni; starfandi óperusöngkona, nemandi við Listaháskóla Íslands en nýverið breytti hann um stefnu í sínu námi, og einstaklingur sem stundaði hljóðfæranám í æsku en starfar sem flugumferðarstjóri í dag. Viðmælendurnir voru spurðir hvort eitthvað hefði staðið upp úr tónlistarnámi þeirra og hvort eitthvað hefði dregið úr áhuganum. Helstu niðurstöður viðtalanna sýna mikilvægi þess að nemendur fái að hafa áhrif á verkefna val og gildi samspils í tónlistarnámi. Öll hafa þau fremur neikvæða reynslu af tónfræðagreinunum.
  Þegar nemandi fær að spila það sem honum finnst skemmtilegt þá eru mun meiri líkur á framförum. Aðalnámskráin er nefnilega ekki heilagur hlutur, heldur verkfærakista full af upplýsingum um hvað er hægt að gera á hverju stigi og yfir höfuð í tónlistarnámi.
  Við getum alltaf gert eitthvað betur í öllu sem við gerum og hugsa ég að margir kennarar þori ekki að fara út fyrir þennan ramma sem þeir fylgja. Aðrir eru jafnvel of vanafastir og vilja ekki breyta kennsluháttum sínum. Tímarnir hafa breyst mikið og breytast hratt, sumir kennarar eru í takti við þær breytingar en aðrir ekki.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐIN!.pdf298.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna