is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28169

Titill: 
 • Drengir í kórastarfi : viðhorf kórstjóra til þátttöku drengja í kórastarfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi greinir frá rannsókn á reynslu og viðhorfum kórstjórnenda til þátttöku drengja í kórastarfi á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á það hvernig þátttöku drengja í kórastarfi er háttað og hvaða þættir hafi helst áhrif á hana. Rannsakandi safnaði gögnum með viðtölum við fimm kórstjóra sem allir hafa mikla reynslu af barna- og unglingakórastarfi. Eftir greiningu á viðtölunum voru niðurstöður þeirra bornar saman við fræðilegar heimildir á sama sviði.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að kórstjórar segja drengi vera í miklum minnihluta kórmeðlima í barna- og unglingakórastarfi. Samkvæmt fræðilegum heimildum og tölulegum gögnum um þátttöku drengja í kórum viðmælenda er þátttaka drengja í kórastarfi mest þegar drengirnir eru ungir en minnkar um 10 til 12 ára aldur. Margir mismunandi þættir hafa áhrif á þátttöku þeirra og þar ber helst að nefna skort á fyrirmyndum, neikvæðar hugmyndir drengja um kórastarf og samfélagsleg viðhorf. Raddbreytingar, mikið tómstundaframboð og þættir tengdir fyrirkomulagi kórastarfs eins og æfingatími, lagaval og kennsluaðferðir kórstjóra hafa einnig áhrif. Þó að þessi rannsókn sé ekki stór í sniðum geta niðurstöður gefið einhverjar vísbendingar um hvernig þátttöku drengja í kórastarfi á Íslandi er háttað.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to shed a light on the attitude of choral conductors towards participation of boys in Icelandic children and youth choirs and research what factors are most likely to affect their participation. The study is a qualitative study and primary data collection techniques include five interviews with choral conductors who have worked closely with children and youth choirs.
  The main results suggest that boys are the minority of participants in children and youth choirs. According to literature review and interviews with the choral conductors, boys' participation in choirs is most when they are young but decreases by late-elementary and secondary school. The main factors that affect their participation in choirs are perceptions of choirs and singing, social norms and lack of role models. Other factors include boys' changing voices, broad range of after-school activities and various operational parts of choirs such as rehearsal times, repertoire preferences, choral conductors and teaching methods. Although the study is quite small and more research will be needed, the result may provide evidence of the participation of boys in Icelandic children and youth choirs.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Drengir í kórastarfi - Sunna Karen.pdf728.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna