is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28171

Titill: 
 • Viðhorf Íslendinga til auglýsinga á Snapchat og áhrif þeirra á kauphegðun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar var að kanna viðhorf Íslendinga á auglýsingum á Snapchat og áhrif þeirra á kauphegðun. Notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum hefur aukist mikið í gegnum árin og hefur færst í aukana að fyrirtæki nýti sér vinsæla Íslendinga á samfélagsmiðlum, líkt og Snapchat til að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri.
  Við skrif ritgerðar voru framkvæmdar tvær rannsóknir. Í fyrri rannsókn var viðhorfskönnun lögð fyrir sem var send út á rafrænu formi á samélagsmiðlinum Facebook ásamt því að farið var í grunn- og framhaldsskóla með könnunina á prenti. Alls fengust 500 svör við viðhorfskönnuninni og var markmiðið að kanna viðhorf Íslendinga á auglýsingum á Snapchat. Seinni rannsóknin var gerð í samstarfi við Áttuna, sem er samfélagasmiðlamerki, og Nýherja, sem er eitt stærsta upplýsingatæknifélag Íslands. Rannsóknin var framkvæmd á þann veg að valin var ein vara frá Nýherja sem var auglýst á Snapchat á aðgangi Áttunnar með tilliti til þess að kanna áhrif hennar á sölu vörunnar. Markmið með seinni rannsókn var að kanna hvort auglýsingar á Snapchat hafi jákvæð áhrif á kauphegðun Íslendinga. Einnig var athugað hversu virkir Íslendingar væru á samfélagsmiðlinum Snapchat, hvort algengt sé að duldar auglýsingar séu á þeim miðli og hvort þau hafi almennt keypt vöru eða þjónustu eftir að hafa séð hana auglýsta á Snapchat.
  Höfundar tóku fjögur djúpviðtöl við skrif ritgerðar, við markaðsstjóra Nýherja, Sævar Ólafsson, Nökkva Fjalar Orrason, framkvæmda-, sölu- og markaðsstjóra Áttunnar, Camillu Rut, þjónustustjóra Iceland 4x4 car rental og Sonju Rut Valdin, starfsmann Áttunnar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðhorf Íslendinga til auglýsinga á Snapchat eru almennt jákvæð, ef tekið er fram að um auglýsingu sé að ræða og að áhrif þeirra hafi jákvæð áhrif á kauphegðun.
  Lykilorð: Auglýsingar, umtal, áhrifavaldar, Snapchat, kauphegðun, viðhorf, vöruinnsetning, duldar auglýsingar, kauphegðun neytenda, samfélagsmiðlar, stafræn markaðssetning, neytendahegðun, einkenni kaupenda og söluráðar.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BScRitgerd_lokaskjal_FINAL.pdf2.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna