is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28172

Titill: 
  • Útvíkkun hljóðfæranna : rauntímahljóðvinnsla sem efniviður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rauntímaraftónlist (e. Live electronic music) er tónlistarstefna innan tilraunatónlistargeirans sem notast við umbreytingar á hljóðum í rauntíma. Saga hennar byrjar þegar upptökutæknin ryður sér til rúms og kollvarpar tónlistarheiminum. Hún tvinnast við leit tónlistarmanna 20. aldarinnar við að þenja út hljóðheim akústískra hljóðfæra til hins ítrasta og tilraunir raftónlistarmanna við að uppgötva ný hljóð utan hins snertanlega heims. Tilraunir John Cage voru kveikjan að hugmyndum um hvernig mætti nálgast hljóð sem koma úr hátölurum á skapandi hátt og var hann einn af frumkvöðlum í notkun afturverkunnar (e. feedback) í tónlist. Skoðuð verða verk eftir þrjú tónskáld sem nálgast hljóðvinnslu á akústískum hljóðfærum í rauntíma á mismunandi hátt og gerður samanburður á tónsmíðalegu hlutverki rauntíma rafhljóða í verkum þeirra. Hlutverk tækninnar í heimi hefðbundinna hljóðfæra er fjölbreytt og fer vaxandi með aukni úrvali af aðgengilegum og ódýrum búnaði til tónlistargerðar. En tækniþróuninn hefur líka verið þyrnir í augum flytjenda rauntíma raftónlistar þar sem einungis nokkurra áratuga gömul verk eru í hættu á að glatast vegna þess að tæknin sem þarf til að endurflytja þau er orðin úreld. En hljóðvinnsla í rauntíma hefur líka áhrif á hljóðfæraþróun. Við lítum á nokkur dæmi um blendingshljóðfæri sem eru sprottin upp úr hefðbundum hljóðfærum í bland við tækni. Þau gera hljóðfæraleikaranum kleift að hafa mun meiri áhrif á tónblæ heldur en í hefðbundnum hljóðfærum.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útvíkkun hljóðfæranna - Friðrik Guðmundsson - BA .pdf689.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna