is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28173

Titill: 
  • Spegilmyndir : aðferðir og fagurfræði þriggja íslenskra tónskálda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um innblástur og sköpunarkraft tónskálda og samspilið við margvíslega kunnáttu á sviði tónlistarinnar, reynslu tónskáldanna sjálfra og áhugasvið. Höfundur tók viðtöl við þrjú tónskáld, Kristínu Björk Kristjánsdóttur, Úlfar Inga Haraldsson og Jesper Pedersen, og lagði nokkrar spurningar fyrir þau. Hvað veitir þeim innblástur, hvernig er sköpunarkrafturinn virkjaður? Hvernig koma persónuleg einkenni fram í tónsköpuninni? Hvaða áhrif geta nýir tæknimöguleikar og forrit haft á skapandi hugsun tónskáldsins? Hvers vegna beitir tónskáldið þessum aðferðum sínum og hver er framtíðarsýn þess?
    Það sem er heillandi við niðurstöður þessarar úttektar er hve ólík tónskáldin þrjú eru. Hvernig hugsun þeirra, aðferðafræði og áhugasvið eru af ólíkum toga. Eitt sameinar þau öll þrjú samt sem áður: Þau ganga til verks af mikilli ástríðu og hafa á mörgum árum lagt mikið á sig til að þjóna tónlistinni á persónulegan og heiðarlegan hátt. Sama hvaða aðferðum þau beita og hver útkoman verður eru þau öll sjálf sér samkvæm og þess vegna er tónsköpun þeirra áhugaverð. Kristín sér tónlist sem græðandi smyrsl. Hún ræktar sjálfa sig með hugleiðslu og útivist og lætur þessa sjálfsrækt síðan flæða inn í tónlistina. Úlfar leitar að fegurðinni hvar sem hún kann að leynast og að tengingum sem ekki eru öllum ljósar. Áhugaverður texti getur til að mynda virkjað sköunarkraft hans. Listamaðurinn er í sambærilegu hlutverki og Skaparinn sjálfur; hann reynir að festa hendur á óreiðunni og gefa henni merkingu. Og loks lætur Jesper tæknina og tækin veita sér innblástur og leysa þann sköpunarkraft, sem býr innra með honum, úr læðingi. Og kryddar síðan allt sem hann gerir með húmor að hætti hússins.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_GuðmundurÓli_Spegilmyndir.pdf761.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna