Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28174
Ritgerðin fjallar um lokaverk mitt, kvintett fyrir gítar, tvær fiðlur, víólu og selló. Skoðuð er aðferðafræðin á bakvið tónsmíðar verksins og henni varpað í fagurfræðilegt ljós. Farið er í smáatriði hvað varðar vinnslu á rytma og sýnt hvernig stuðst er við einfaldar talnarunur til þess að búa til fjölbreyttan hrynheim. Hugtakið um talnarunur og beitingu mismunandi aðgerða á þær er sett í víðara samhengi mengja þar sem hlutmengin eru tengd innbyrðis í gegnum einhvers konar lógík. Einnig er snert á áframhaldandi rannsóknum mínum á mismunandi resónans tónamengja og tengingu hans við útsetningarlist. Því er lýst hvernig takmarkaðar niðurstöður rannsóknarinnar um fjölda sameiginlega yfirtóna tóna í tilteknu mengi leiddu til þess að hannaður var stuðull (ómstuðull) til þess að geta mælt getu mengis til að resónera. Sagt er frá því hvernig þessar niðurstöður urðu innblástur að tónefni verksins og hvernig míkrótónabjögun er notuð til þess að gefa tónunum nýja merkingu. Þessar tvær víddir eru sameinaðar og tengdar við fagurfræðilegar hugmyndir mínar um list.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GylfiGudjohnsen_BAritgerð.pdf | 781,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |