is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28175

Titill: 
  • Hvað er nojs?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessari ritgerð er ætlað veita innsýn í merkingu hljóðs sem á ensku nefnist noise og reyna að komast betur að hvað það er og hvernig það virkar á hlustandann – mun ég jafnframt skrifa „nojs“ í stað enska heitisins, bæði til að geta beygt orðið eðlilega og finnst mér það skynsamlegt vegna fjölbreytilegrar notkunar á enska orðinu. Ég mun meðal annars hafa til hliðsjónar tónlistarstefnu- og senu í Japan sem á ensku nefnist noise music, grennslast fyrir um hvernig nojs í þeirri senu er notað og hvernig það verður til, ásamt því að bera upp hugmyndir um hvort og hvernig hægt sé að nota nojs sem tónsmíðatæki og/eða tónsmíðaaðferð. Tilgangur þessarar ritgerðar er að opna augu og eyru lesandans fyrir nojsi sem vonandi leiðir af sér aukinn skilning og hrifningu á þessu áhugaverða fyrirbæri. Að gera tónlist sem byggir að mestu á nojsi og hlusta á nojs er meðvituð lífstílsákvörðun sem hentar ekki öllum en fyrir þá sem ákveða að taka áhættuna og sökkva sér í þetta efni er heill heimur af nýjungum, bæði í hljóði, sköpun og hugsunarhætti sem getur svo nýst okkur í allri okkar sköpun – hvort sem um ræðir tónlist eða eitthvað annað. Til að skilja í raun hvað nojs sé þarf að skoða það frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Nojs er ekki bara nojs! Merkingin er margræð, mjög opin og fjölbreytileg. Lítið hefur svosem verið greypt í stein með merkingu og hlutverk þessa ágæta fyrirbæris í gegnum tíðina og ætla ég mér ekki í þessari ritgerð að gera tæmandi lista, heldur verða rannsakaðir ýmsir vinklar fyrirbærisins, saga og notkun nojsins verður kynnt fyrir lesendum og athugað verður hvort hægt verði að varpa einhverju nýju ljósi á tilveru og afleiðingar þess.
    Helsta niðurstaðan er sú að nojs er hljóðrænt, stílfræðilegt og boðfræðilegt fyrirbæri, pólitískt málgagn, lífsskoðun og lífstíll.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KjartanHolm_BA_final.pdf665.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna