is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28176

Titill: 
  • Um hljóðsins óvissan tíma : tímaleysi í verkum eftir Morton Feldman, György Ligeti og Salvatore Sciarrino
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tímaleysi er hugtak sem á við um þau áhrif á tímaskynjun sem tónverk geta haft, þ.e. að brengla tímaskynjun innan tónverka og skapa þau áhrif að tíminn hraði eða hægi á sér við hlustun eða standi jafnvel í stað. Á seinni hluta 20. aldarinnar voru tilraunir með áhrif tímaleysis áberandi meðal tónskálda og fjallar þessi ritgerð um þrjú tónskáld sem unnu mikið með þessi áhrif í verkum sínum, Morton Feldman, György Ligeti og Salvatore Sciarrino, og hvað sé átt við þegar talað er um tímaleysi í tengslum við tónverk þeirra. Stuðst er við ýmsar fræðigreinar og –rit eftir m.a. Jonathan D. Kramer og Philip Alperson til að skilgreina hvað tímaleysi innan tónverka sé og hver tildrög þess séu. Í ritgerðinni eru greind þrjú verk sem höfundur telur gefa góða mynd af því hvernig hvert tónskáld skapi áhrif tímaleysis og eru það Why Patterns? eftir Morton Feldman, Lux Aeterna eftir György Ligeti og La perfezione di uno spirito sottile eftir Salvatore Sciarrino. Tónskáld þessi notuðust öll við innsæismiðaðar aðferðir með áherslu á tilfinningu til að ná fram tímaleysisáhrifum og notast höfundur því við svipaðar aðferðir við greiningu á verkunum auk þess sem rætt er almennt um tímaleysi í tengslum við tónskáldin með fræðigreinar og – rit til stuðnings. Niðurstöður þessara athugana eru að ófyrirsjáanleiki og eyðing reglulegs púls eða rytma séu lykilatriði í verkum tónskáldanna þriggja og ná þeir því fram með mismunandi aðferðum á sinn eigin hátt, Feldman með óreglulega samhverf mynstur með óreglulegum endurtekningum, Ligeti notast við míkrópólýfóníu og ferli í stað framvindu og Sciarrino einblínir á mörk þagna, tóna og hljóða.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um hljóðsins óvissan tíma - Rögnvaldur Konráð.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna