is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28177

Titill: 
  • Framför - ekki fullkomnun : hvernig sjálfsprotnar hindranir tónlistarmanns má betrumbæta með sjálfskoðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það virðist algengt á meðal tónlistarmanna á öllum aldri að efast um eigin hæfni. Lágt sjálfsmat getur staðið í vegi fyrir að viðkomandi nýti hæfileika sína til fulls og nái þeim árangri sem efni standa til. Sjálfsefi í starfi er megin viðfangsefni þessarar ritgerðar. Höfundur ákvað að rannsaka hvernig neikvæðar og gagnrýnar hugsanir hafa áhrif á starf hennar sem tónlistarkona, hvernig megi draga úr áhrifum þeirra og bæta þannig líðan og árangur. Aðferðafræðin sem stuðst er við er starfendarannsókn. Rannsakandinn skoðar sjálfa sig, hugsanir sínar og tilfinningar sem tengjast líðan hennar og afköstum í starfi. Hvað mótar skoðanir og viðhorf? Hvernig er hægt að breyta viðbrögðum sínum og bæta þannig líðan og auka sjálfstraust? Unnið er út frá dagbókarfærslum þar sem skráðar hafa verið hugsanir og tilfinningar tengdar tónlistariðkun. Höfundur styðst fyrst og fremst við bókina Effortless Mastery, eftir bandaríska tónlistarmanninn og tónskáldið Kenny Werner, og leiddar hugleiðsluæfingar úr forritinu Headspace. Rannsóknin leiddi í ljós að með vakandi athygli, auknu æðruleysi og mildi í eigin garð tókst rannsakanda að minnka sjálfsefa í starfi og draga úr áhrifum neikvæðra hugsana. Sköpunargleði og afköst jukust.

  • Útdráttur er á ensku

    Musicians of all ages commonly harbour doubts about their ability. Low self-esteem may frustrate their efforts to realise their full potential. This thesis focuses on occupational self-doubt. The author examines how negative and critical thoughts impact her career as a musician, how this impact can be ameliorated, and how subjective well-being and level of achievement can thereby be improved. The methodology used is action research. The author examines her own thoughts and feelings, and how they affect her well-being and performance. What factors shape one’s opinions and outlook? How can one’s reactions be modified to increase well-being and confidence? Progress is tracked using diary entries, which record thoughts and emotions pertaining to music. The author mainly draws on the book Effortless Mastery by performer and composer Kenny Werner, as well as guided meditations from the app Headspace. The project revealed that with improved awareness, serenity and kindness towards herself, the author was able to decrease her occupational self-doubt, and minimise the impact of negative thoughts. At the same time, creativity and creative output increased.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð vorönn 2017 LHÍ.pdf694.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Dagbók fyrir BA ritgerð 2017.pdf126.97 kBLokaður til...31.12.2137FylgiskjölPDF