is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28178

Titill: 
  • Jón og drekarnir : lítið eitt um stefjanotkun og frásögn í kvikmyndinni How to Train Your Dragon
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tónlistin í kvikmyndinni How to Train Your Dragon, eftir John Powell, þykir segja einstaklega góða sögu. Hún inniheldur sterk og skýr stef og mótíf og þjóna þau öll sama tilgangi þ.e. að hjálpa myndefninu að koma sögunni til skila. Hér er uppruni leiðarstefja rakinn og fjallað er stuttlega um frumkvöðla þeirra. Þar má nefna Richard Wagner sem nýtti leiðarstef óspart í verkum sínum á 19. öld og Erich Wolfgang Korngold sem var fyrsta heimsfræga tónskáldið sem samdi tónlist reglulega fyrir Hollywood kvikmyndir. Einnig er farið í tengingu kvikmyndatónlistar inn í 21.öldina og notkun þeirra í umræddri kvikmynd, How to Train Your Dragon. Tónskáldið John Powell er kynntur og fjallað er um sögu hans og skoðanir á kvikmyndabransanum, ásamt aðdragandanum að því að hann samdi fyrir kvikmyndina. Farið er svo ýtarlega í frásagnareinkenni mismunandi stefja og tengingar þeirra hvort við annað innan myndarinnar. Ber að nefna hvernig stærstu stef myndarinnar hafa tvíþætta merkingu t.d. er flugstefið einnig stef aðal drekans, víkingastefið er einnig stef höfðingjans og hetjustefið er líka stef aðalpersónunnar. Stefinn tengjast öll á mismunandi hátt og fela með sér dulin tengsl, merkingar, váboða og útskýringar. Heimildir ritgerðarinnar samastanda af netviðtölum (tekin af öðrum aðilum), tónlistargreinum, fræðibókum, myndböndum og eigin greiningu á tónlist myndarinnar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Viktor Ingi Guðmundsson.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna