en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2817

Title: 
 • Title is in Icelandic Að eilífum friði. Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Reynt er að sýna fram á hvernig siðfræði Kants birtist í þessu riti og öðrum verkum hans. Gerð er grein fyrir inntaki verksins, hvaðan og með hvaða hætti Kant sækir áhrif við ritun þess, og hvaða erindi það á við samtímann.
  Fjallað er um áhrif Jean-Jacques Rousseaus á Kant, og stuðst við greiningu Mörthu Nussbaums á því hvaða kenndir og hvatir búa á bak við árásarhneigðina, sem Kant telur undirrót styrjalda, og hvernig Kant og stóumenn greinir á um tilurð þessa.
  Ástríðurnar og árásarhneigðin spila stórt hlutverk í greiningu Kants á stríðsþátttöku manna. Það má með sanni segja að með ofríki og valdbeitingu mannsins gagnvart öðrum, sem sett hefur svip sinn á heimssöguna, sé maðurinn sjálfum sér hættulegastur.
  Kant trúir því að með tímanum verði manninum það ljóst að til þess að uppfylla sitt lokamarkmið, sem er hans siðferðilega köllun, þurfi hann að láta af hernaði og koma á ævarandi friði. Þetta er því félagslegt, stjórnarfarslegt og siðferðilegt verkefni.
  Í lokin er skoðað hvaða spurningar slíkur lestur skilur eftir, hvaða lærdóm megi draga af honum og hvernig þessar spurningar blasa við samtímanum með tilliti til mannfræði Kants.
  Þá er skoðað hvernig Guð tengist friðarhugmyndum Kants og hvernig bjarghyggja Kants hvílir að stóru leyti á siðfræði hans.

Description: 
 • Description is in Icelandic Immanuel Kant er einn stærsti hugsuður vestrænnar heimspekisögu. Hann skrifaði enga heildstæða stjórnmálaheimspeki, en sendi frá sér nokkur verk sem fjalla um stjórnmál, samfélagsmál og upplýsingu, þar á meðal ritið Að eilífum friði sem fjallar um möguleikann á almennum friði í heiminum.
Accepted: 
 • May 26, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2817


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ad_eilifum_fridi_fixed.pdf735.03 kBOpenHeildartextiPDFView/Open