is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2818

Titill: 
  • "Þetta er ekki hættulegt." Viðhorf og reynsla kvenna af fæðingum fjarri hátækni
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af fæðingum fjarri hátækni. Á undanförnum árum hefur fæðingarstöðum á landsbyggðinni verið að fækka. Umræða þessu tengd hefur að mestu snúist um öryggi í fæðingu sem gjarnan hefur verið tengt við hátækni. Því er mikilvægt að varpa ljósi á, í hverju konur sem fæða fjarri hátækni finna öryggi.
    Stuðst var við eigindlega aðferðarfræði og var úrtak rannsóknarinnar þægindaúrtak. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sjö konur sem fætt höfðu barn/börn á síðastliðnum fimm árum á Höfn í Hornafirði. Við greiningu viðtalanna var lögð áhersla á að lýsa innihaldi þeirra. Niðurstöðum var skipt í fjögur megin þemu sem endurspegluðu efnisþætti viðtalanna: 1) Sjálfsögð grunnþjónusta „til að geta verið hér” 2) „Frábær” reynsla 3) Öryggi og fær ljósmóðir 4) Ákvörðunin „ þetta er ekki hættulegt”.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli sú að konurnar í rannsókninni telja að fæðing sé eðlilegasti hlutur í heimi. Þær telja sér og sínum best borgið í ljósmæðraþjónustu í sinni heimabyggð, hjá ljósmóður sem þær treysta, í samfélagi sem þær þekkja, nálægt fjölskyldum sínum. Þær upplifa sig öruggar í sínu samfélagi og eðlileg fæðing fjarri hátækni er í augum kvennanna ekki hættuleg.
    Lykilorð: menningarlegt öryggi / öryggi / reynsla kvenna / þjónusta í barneignarferlinu / dreifbýli / ljósmóðir

Samþykkt: 
  • 26.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þetta er ekki hættulegtpd_fixed.pdf298.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna