en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28181

Title: 
 • Title is in Icelandic Innleiðing rafrænna reikninga hjá Hafnarfjarðarbæ
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Inexchange hóf að innleiða móttöku rafrænna reikninga árið 2009. Sveitarfélagið var frumkvöðull á meðal sveitarfélaga hér á landi í móttöku rafrænna reikninga og setti sér háleit markmið til að vinna eftir. Markmiðin sem sett voru í upphafi voru tvö, fyrra var að ná hlutfalli rafrænna reikninga upp í 80% innan 5 ára og hið seinna var að ná öllum stærstu lánardrottnum sveitarfélagsins inn í rafræn viðskipti. Verkefnið fór hægt af stað þar sem fá fyrirtæki voru farin að senda út rafræna reikninga og almenn vanþekking var á ávinningnum sem hægt var að hafa af rafrænum reikningum. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að skoða hvort Hafnarfjarðarbær hafi náð markmiðum sínum nú átta árum eftir að innleiðingarferlið hófst.
  Rannsóknin er byggð á djúpviðtölum sem tekin voru við fyrrverandi og núverandi starfsmenn fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, samþykkjendur í stofnunum Hafnarfjarðarbæjar, ásamt viðtölum við starfsmenn Inexchange og Icepro.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að Hafnarfjarðarbær hefur náð öðru af markmiðum sínum en það er að ná sínum stærstu lánardrottnum í rafræn viðskipti. Hafnarfjarðarbær hefur þó ekki náð að koma hlutfalli rafrænna reikninga upp í 80%. Hlutfall rafrænna reikninga er um 67% af heildar mótteknum reikningum hjá sveitarfélaginu. Nú átta árum eftir að innleiðingarferlið hófst er hlutfall rafrænna reikninga hjá Hafnarfjarðarbæ á sambærilegum stað og þau sveitarfélög sem hófu innleiðingarferlið á árunum 2010-2013. Vinnan sem Hafnarfjarðarbær lagði til sem frumkvöðull virðist vera að skila sér til annarra sveitarfélaga sem eru að hefja innleiðingarferlið þar sem hlutfall móttekinna reikninga þeirra vex mun hraðar í dag en það gerði á upphafsárum rafrænna reikninga.
  Til stendur á næstu mánuðum og misserum að vinna að áframhaldandi innleiðingarferli og ná hlutfalli rafrænna reikninga enn hærra. Sé kraftur settur í innleiðingarferlið ætti Hafnarfjarðarbær auðveldlega að geta náð hlutfalli rafrænna reikninga í 90-100% á komandi árum með samstilltu átaki og trú á að svo megi verða.

Accepted: 
 • Jun 12, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28181


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Innleiding_rafraenna_reikninga_hja_Hafnarfjardarbae_ALS_IP_lokaskil.pdf1.33 MBOpenHeildartextiPDFView/Open