Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28185
Lokaverkefni þetta fjallar um fýsileika yleininga sem byggingarefnis sérbýlishúsa en verkefnið er unnið í samstarfi við fyrirtækið Límtré Vírnet ehf. Megintilgangur verkefnisins er tvíþættur en hann er annars vegar að kanna viðhorf byggingaverktaka, arkitekta og verkfræðistofa til yleininga og fá vísbendingar um hvað ræður vali þeirra á byggingarefni. Þessar upplýsingar geta gefið Límtré Vírnet mikilvægan vitnisburð um hvaða þætti mikilvægt sé að líta til þegar kemur að markaðssetningu yleininga til sérbýlishúsagerðar.
Seinni tilgangur verkefnisins er að kortleggja þann fjölda lóða sem ætlaður er undir sérbýlishús á landinu öllu. Með þeirri vitneskju fær Límtré Vírnet haldbæran grunn til þess að meta vaxtarmöguleika sína þegar kemur að sölu yleininga sem byggingarefnis sérbýlishúsa.
Rannsóknirnar voru byggðar á megindlegri og eigindlegri aðferðafræði, þar sem viðtöl voru tekin til þess að gera viðhorfsathugun og gögn úr aðal- og deiliskipulögum voru notuð til þess að ákvarða fjölda lóða sem ætlaðar eru undir sérbýlishús næstu ár.
Út frá niðurstöðunum er hægt að álykta að fram til ársins 2030 verði um 8.400 sérbýlishúsalóðum úthlutað á landinu öllu. Sérfræðingar á byggingamarkaðnum eru mjög vanafastir þegar kemur að vali á efni sem nota á við byggingu húsa og kjósa helst að nota steypu við framkvæmdir.
Lykilorð: markaðsgreining, djúpviðtöl, byggingarverktakar, Límtré Vírnet.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bsc lokaverkefni.pdf | 999.97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |