is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28187

Titill: 
  • Upplifun nýliða í framhaldsskólakennslu : „þú þarft að bera þig eftir björginni“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvernig tekið er á móti nýbrautskráðum framhaldsskólakennurum við upphaf starfsferils þeirra. Markmiðið er að sjá hvort tekið var á móti þeim á annan hátt en öðrum nýjum starfsmönnum og hvernig þeim gekk að fóta sig til að byrja með í starfi. Jafnframt hvernig sú leiðsögn var sem þeir fengu í upphafi, hvernig kennsluréttindanámið nýttist þeim og hvernig samskipti þeirra við starfsfólk, nemendur og foreldra var við upphaf starfsferils þeirra. Rætt var við fjóra nýbrautskráða framhaldsskólakennara sem höfðu ekki reynslu af kennslu á framhaldsskólastigi. Notast var við eigindlega aðferðafræði við söfnun og úrvinnslu gagna þessarar rannsóknar. Helstu niðurstöður eru þær að almennt er móttaka nýbrautskráðra framhaldsskólakennara lítil og óformleg og þarft er að endurskoða ferlið með tilliti til líðan starfsmanna. Allir sem rætt var við sögðu að ekki hefði komið að sök þó formleg leiðsögn hefðu ekki verið fyrir hendi en upplifðu samt sem áður streitu og kvíða við upphaf starfsferils síns. Þetta hefði bjargast þar sem aðrir starfsmenn tóku þá undir sinn verndarvæng og studdu þá með ráðum og dáð. Það sýnir sig líka að hlutverk framhaldsskólakennara virðist vera líkt og hjá kennurum á yngri stigum að taka á miklu uppeldishlutverki og sífellt auknu foreldrasamstarfi. Niðurstöður benda til þess að skoða þurfi hvernig komið er frekar til móts við nýbrautskráða kennara því allir upplifðu mikið álag í upphafi starfsferilsins. Mögulega væri hægt að koma í veg fyrir brothvarf kennara ef þeim væri veittur frekari stuðningur í upphafi starfsferils þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to examine how recently graduated upper secondary school teachers are received at the beginning of their career, to discover if their reception is different from that of other new employees, and how they experience their chosen profession after the first brush. The main questions to be answered are; what guidance was offered, how did their diploma studies for upper secondary education help them and what was the nature of their communication with other employees, students, and parents. Four recently graduated upper secondary school teachers, who had no teaching experience in upper secondary schools, were interviewed for this thesis. Qualitative research methods were used in gathering and processing information. The main conclusion is that upper secondary school teachers receive guidance that is both too little and informal. It is necessary to reexamine the procedures taking the well-being of the new staff members into account. All of the interviewees agreed that the lack of guidance had not caused serious problems but they still felt both stress and anxiety at the start of their career. What helped was that other employees looked after them and supported them. What also becomes apparent is that, like teachers in elementary school, upper secondary school teachers are shouldering a large part of children's upbringing and collaborating with parents is increasing. The conclusions point towards the need for added support for new upper secondary school teachers, as all the interviewees felt a high degree of pressure at the beginning of their career. It is possible that with more advocacy at the start of their new career, upper secondary school teachers would be more likely to continue working in the profession.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.9.2017.
Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JohannGunnarSigmarsson.pdf850.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna