is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Business Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28188

Titill: 
  • Kostnaðargreining á HPV frumskimun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að skoða annars vegar hvort hagkvæmt væri að innleiða HPV frumskimun fyrir leghálskrabbameini á Íslandi í aldurshópnum 30-65 ára og hins vegar hvort hagkvæmt væri að gera þær mælingar hérlendis. Gerð var kostnaðargreining á starfsemi frumurannsóknarstofunnar á Íslandi ásamt áætluðum kostnaði við HPV mælingar hérlendis og borið saman við sambærilegan kostnað hjá þremur erlendum rannsóknarstofum. Í fyrsta lagi benda niðurstöður til þess að fjárhagslega hagkvæmt yrði að innleiða HPV frumskimun hér á landi í aldurshópnum 30-65 ára. Í öðru lagi gæti HPV frumskimun minnkað sjúkdómsbyrði og fækkað dauðsföllum af völdum leghálskrabbameins. Í þriðja lagi yrði hagkvæmara að framkvæma HPV mælingar erlendis en hérlendis. Að lokum væri fjárhagslega hagkvæmara að útvista allri frumurannsóknarstarfsemi tengdri skimun fyrir leghálskrabbameini til erlendrar rannsóknarstofu í stað þess að framkvæma þessar rannsóknir hérlendis eins og nú er gert. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi ættu að skoða sem fyrst fýsileika þess að innleiða HPV frumskimun hér á landi.

    Lykilorð: HPV, kostnaðargreining, skimun, leghálskrabbamein.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðargreining á HPV frumskimun á Íslandi.pdf929.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna