is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2819

Titill: 
  • Heilbrigðisvandamál og hjúkrunarþarfir einstaklinga með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða heilbrigðisþarfir fólks með þroskahömlun og hvernig þeim er sinnt af hjúkrunarfræðingum. Samkvæmt skilgreiningu er þroskahömlun ástand sem lýsir sér í skertri getu og kemur fram á þroskastigi einstaklingsins. Í lögum um málefni fatlaðra kveður á um rétt til allrar almennrar þjónustu og þar með heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt siðareglum hjúkrunarfræðinga er hjúkrunarfræðingur málsvari skjólstæðings og ber að hjúkra af virðingu og fara ekki í manngreinarálit. Við gerð úttektarinnar voru notuð rafræn gagnasöfn og skoðaðar rannsóknir og fræðilegar úttektir, flestar frá Bretlandi og Bandaríkjunum um heilbrigðisþarfir einstaklinga með þroskahömlun og hjúkrun þeirra.
    Niðurstöður sýna að einstaklingar með þroskahömlun glíma við fleiri og önnur heilsufarsvandamál en almenningur. Þrátt fyrir það nota þau heilbrigðisþjónustuna minna. Rannsóknir benda til þess að heilsufarsleg vandamál hópsins séu vangreind og ómeðhöndluð. Einnig benda rannsóknir til þess að þekking á hjúkrunarþörfum þessa hóps sé ekki nægileg og að hjúkrunarfræðinga skorti öryggi í samskiptum við einstaklinga með þroskahömlun. Niðurstöður úttektarinnar leiddu í ljós að fáar rannsóknir hafa verið gerðar í hjúkrun á þessu sviði og mikilvægt sé að hjúkrunarfræðingar kynni sér sérstöðu einstaklinga með þroskahömlun. Frekari rannsókna er þörf svo hægt sé að sinna betur þörfum þessa hóps.

Samþykkt: 
  • 26.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arfir_fixed.pdf205.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna