is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28190

Titill: 
  • Verklagsreglur framhaldsskóla varðandi farsímanotkun nemenda í kennslustund
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna verklagsreglur framhaldsskólakennara þegar kemur að farsímanotkun nemenda og varpa ljósi á það hvernig kennurum gengur að taka á farsímanotkun nemenda í kennslustund. Umboðsmaður barna hefur gefið álit þess efnis að kennurum í grunnskólum sé óheimilt að svipta nemendur farsímum með því að gera þá tímabundið upptæka. Vekur það óneitanlega upp spurningar um réttarstöðu kennara í framhaldsskólum hvað varðar úrræði og hvert þanþol löggjafans er fyrir þeim úrræðum sem kunna að standa til boða. Sérstaklega var rýnt í það hvort verklagsreglur væru til staðar yfir höfuð, hvort kennarar teldu þörf á slíkum reglum og ef slíkar reglur voru til staðar, hvort kennurum þættu þær nógu skýrar.
    Rannsóknin fór fram dagana 20. febrúar til 13. mars 2017. Rannsóknarsniðið var megindlegt og netkönnun send á alla skólastjórnendur framhaldsskóla landsins sem áframsendu könnunina til kennara.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að framhaldsskólarnir hafa að öllu jöfnu engar verklagsreglur og ef þeir hafa slíkar reglur finnst kennurum þær almennt ekki vera nógu skýrar og afmarkaðar. Meiri hluti kennara vill að skólinn móti slíkar verklagsreglur svo kennarar séu með samræmdari reglur og viðurlög í sinni kennslustofu. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar telja kennarar að samræmdar reglur og viðurlög varðandi farsímanotkun auðveldi kennurum að taka á vandanum og auðveldi nemendum að átta sig á eigin stöðu, enda viti þeir þá hvaða reglur eru við lýði og hver viðurlögin séu óháð í hvaða kennslustund þeir eru og sama hjá hvaða kennara.
    Svarhlutfall rannsóknarinnar var fremur lítið eða um 19% og því ekki hægt að alhæfa út frá rannsókninni yfir á þýðið í heild sinni, en hún gefur góða mynd af viðhorfi kennara varðandi verklagsreglur við farsímanotkun nemenda í kennslustund og er því áhugavert að skoða þetta málefni nánar.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this research was to explore the working environment of high school teachers when it comes to the cell phone usage of students during class, and shed a light on how teachers are equipped to handle difficult situations regarding that matter. The Children’s Ombudsman in Iceland has expressed an official opinion on this issue regarding children in Elementary School whereas it states that teachers may not deprive students of their belongings, including cell phones, even if the belongings are only temporarily confiscated. This opinion raised many questions about the legal status of high
    school teachers in terms of which resources teachers can and may apply in such cases, and also how rules made by the legislator are applicable in this matter and what particular remedies are available for teachers. One of the main objectives was to examine whether protocols in schools existed regarding the usage of cell phones during class, whether teachers considered such rules necessary or not, and if such protocols existed, whether the teachers found the protocols sufficient in terms of clarity and efficiency. The research was conducted from the 20th of February until the 13th of March 2017. The research was quantitative; a survey was conducted through the internet and sent to all of Iceland’s high schools and then forwarded by the administration in each school to its teachers. The main conclusions are that the high schools in Iceland normally do not have any procedures or protocols regarding the usage of student’s cell phones, and if such protocols where indeed in order, the majority of teachers generally thought them to be unclear and vague. The majority of teachers thought it desirable that the school did have such protocols and that the administration in each school would make such rules in order to ensure unity. This would ensure that both teachers and students would have a clear vision on what behaviour regarding cell phone use during class was considered a violation and thus both parties could realise their position and status regarding such rules.
    Response rate was rather small, or about 19% and thus it is not possible
    to generalize a single conclusion based on the research. However, the research does show a certain unified opinion from the aspect of the teachers, regarding protocols on cell phone use during class, and thus this topic is quite interesting and most certainly a candidate for further research.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Farsímanotkun nemenda_vor_2017.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna