is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28194

Titill: 
 • Hvers vegna horfir hún svona á mig, hvað hef ég eiginlega gert? : einelti og samskipti stelpna
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er fjallað um einelti og samskipti stelpna. Helstu hugtök sem tengjast einelti eru skilgreind og gerð er grein fyrir gerendum og þolendum eineltis ásamt því hverjar afleiðingar eineltis eru og hvaða bjargir skólinn hefur til að takast á við það vandamál sem einelti er og vinna gegn því. Eineltisstefna Dan Olweusar er útskýrð en hún hefur skilað góðum árangri í baráttunni við einelti í grunnskólum. Komið er inn á samfélagsmiðla og internetið og fjallað um mikilvægi þess að samband milli heimilis og skóla sé gott og að báðir aðilar verða að vinna saman að málinu ef upp koma eineltismál í bekkjum barnanna.
  Rannsóknarhluti verkefnisins snýr að stelpum í 6. bekk í einum grunnskóla hér á landi. Fimm stelpur voru fengnar til að koma í viðtöl. Þær voru teknar ein í einu í viðtölin þar sem þær segja frá sinni reynslu og upplifun af einelti stelpna, bæði í gegnum internetið og í skólanum. Einnig voru þær spurðar út í hið svokallaða dulda einelti sem oft er erfitt að koma auga á. Þá var þekking þeirra á einelti könnuð og hvort og þá hvernig umræðan um einelti hafi verið í bekknum eða skólanum hjá þeim og hvernig skólinn hafi byggt sitt forvarnarstarf upp og hvort það sé að skila sér til nemenda.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að samskipti meðal stelpna í þessum bekk leiða á ákveðnum tímapunkti til eineltis. Rannsóknin sýnir einnig að stelpurnar túlka allar augngotur sem þeim eru sendar á neikvæðan hátt, og það á sér stað hundsun og útilokun á meðal þeirra. Samband heimilis og skóla er mjög gott og það forvarnarstarf sem skólinn hefur unnið hefur skilað sér til þeirra með því að þær gera sér grein fyrir því hvað einelti er.

 • Útdráttur er á ensku

  The focus of this thesis is on peer relations and bullying among girls in elementary school. Key concepts related to bullying are defined and the roles of the bully and victim identified. Furthermore a light is shed on the effects of bullying and what resources are available for schools to tackle and prevent bullying behavior. The Dan Olweus bullying prevention program, which has given good results in the fight against bullying in the school environment, is outlined. The role of social media and the Internet are introduced as well as the importance of cooperation between the school and home when dealing with bullying in the class environment.
  The research segment of the thesis features interviews with five girls attending 6th grade in the same school. The girls were interviewed separately and questioned about their personal experience and perception of bullying at school or via the Internet. They were also asked about their knowledge of covert bullying which is often difficult to identify. Furthermore, they were asked what they knew about bullying and whether the issue had been discussed within the classroom or school community. In addition the girls (students, pupils) received questions about their school’s bully prevention program, what it consists of and whether they thought it had a positive effect on the students.
  The main research results show that social interaction between girls in this class lead at some point to bullying. The study also shows that girls tend to interpret looks they get from others in a negative way and that social isolation and rejection are a reality. The relationship between home and school is very good and the prevention program implemented at school has enabled them to identify bullying behavior.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.5.2117.
Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður-Thelma-M.Ed-tilbúin-í-prentun29.05.17.pdf803.81 kBLokaður til...30.05.2117HeildartextiPDF