is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28198

Titill: 
 • Frá fræðum til framkvæmda : kennsluáætlanir og kennsla í Byrjendalæsi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn sem beindist að kennslu samkvæmt íslenska kennslulíkaninu Byrjendalæsi. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á að hvaða marki kennsluáætlanir kennara í 2. bekk í sex grunnskólum sem starfa eftir Byrjendalæsi endurspegla það sem lagt er upp með samkvæmt kennslulíkaninu og hvernig kennsla sömu kennara endurspeglar áætlanir þeirra. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  • Hvernig samræmast kennsluáætlanir kennara í 2. bekk í sex grunnskólum Byrjendalæsi?
  • Hvernig samræmist læsiskennsla sömu kennara kennsluáætlunum þeirra?
  Gögn voru fengin úr gagnasafni Rannsóknar á Byrjendalæsi. Gagnanna, sem hér eru til skoðunar, var aflað með tilviksrannsóknum í sex grunnskólum og þau samanstanda af skráningum úr vettvangsathugunum, skriflegum gögnum og hálfopnum einstaklingsviðtölum við kennara. Við úrvinnslu voru kennsluáætlanir greindar út frá greiningarlista og skráningar úr vettvangsathugunum bornar saman við kennsluáætlanirnar. Viðtöl við kennarana voru síðan nýtt til að fá heildstæðari mynd af gögnunum og svara spurningum sem var ósvarað.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennararnir hafi missterk tök á að skipuleggja kennslu samkvæmt Byrjendalæsi. Það voru dæmi um kennslu sem er að mörgu leyti samhljóða kennslu skilvirkra læsiskennara og að sama skapi dæmi um ómarkvissa kennslu þar sem skipulag var ekki í samræmi við áherslur Byrjendalæsis og skerpa þurfti á ýmsum þáttum. Einkum var um að ræða hvernig námsþörfum allra var mætt í almennri kennslu, hvernig uppbyggjandi leiðsögn og endurgjöf var fléttað inn í kennsluna og hvernig lykilorð voru valin og nýtt til að leggja inn ný atriði og í framhaldinu sem stökkpallur fyrir frekari tæknilega vinnu.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis describes the findings from a study which focused on teaching according to the Icelandic Beginning Literacy model. The purpose of the study was to explain to which extent the lesson plans of six 2nd grade elementary school teachers who use Beginning Literacy reflect the model and how the teaching arrangements of the same teachers reflect their lesson plans. An attempt will be made to answer the following research questions:
  • How do the lesson plans of six 2nd grade elementary school teachers coordinate with Beginning Literacy?
  • How do the teaching arrangements of the same teachers coordinate with their lesson plans?
  Data was obtained from the database of the Beginning Literacy study. The data which this study focuses on was obtained by case studies in six elementary schools and consists of field notes from observations of teaching, written materials and individual interviews with classroom teachers. When processing the data, lesson plans were analysed based on an analytic list and field notes compared to the lesson plans. Individual interviews were then used to get a complete overview of the data and to answer questions that were yet to be answered.
  The findings indicate that the teachers differed in terms of their capacity to coordinate their lesson plans with the guidelines of Beginning Literacy. There were examples of teaching that was in many ways consistent with the teaching of effectice literacy teachers. There were, however, also examples of ineffective teaching where the teaching arrangements were not consistent with Beginning Literacy, and various parts of the lessons needed improvment. In particular this related to how individual learning needs of children were addressed in the classroom, how formative assessment and constructive feedback were intertwined with the teaching and how keywords were selected and used to introduce new points of learning, and to build a platform for further teaching of technical aspects of literacy.

Samþykkt: 
 • 12.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá fræðum til framkvæmda - Kennsluáætlanir og kennsla í Byrjendalæsi - Ruth Margrét Friðriksdóttir - 2017.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna