is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/282

Titill: 
  • "Ekkert er eins heilagt og barnssálin" : hvers vegna er þörf fyrir barna- og unglingageðdeild við FSA?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Geðheilbrigðismál hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni síðustu misseri og í þessari rannsókn var fjallað um hlut barna og unglinga í því samhengi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skilgreina þá geðheilbrigðisþjónustu sem verið er að veita á þjónustusvæði FSA því að svo stöddu er þar ekki starfrækt barna- og unglingageðdeild. Sett var fram rannsóknarspurningin: Hvers vegna er þörf fyrir barna- og unglingageðdeild við FSA?
    Gert er ráð fyrir að á hverjum tíma séu um 20% barna og unglinga haldin geðröskun, þar af þarfnist 7-12% meðferðar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin spáir því að tíðni geðraskana meðal barna og unglinga eigi eftir að aukast um 50% til ársins 2020. Í dag nær geðheilbrigðisþjónustan til um 0,4-0,5% barna og unglinga á aldrinum 0-18 ára á Íslandi og þar af sinnir Barna- og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss 0,1-0,2%. Bent hefur verið á að landsbyggðin hafi ekki sama aðgang að sérfræðiþjónustu og íbúar höfuðborgasvæðisins, t.d. á sviði geðlækninga.
    Þarfagreining var notuð í þessari rannsókn. Það felur í sér nákvæma greiningu á stöðu mála á tilteknu þjónustusviði. Rætt var við fagfólk á ýmsum sviðum þjónustu við börn og unglinga með geðsjúkdóma auk bréfa og fyrirspurna til að skýra núverandi stöðu mála.
    Niðurstöður sýndu að ekki er verið að veita þá þjónustu sem þessi sjúklingahópur þarfnast á Akureyri og að meðferðarúrræði skortir. Á þjónustusvæði FSA má gera ráð fyrir að 1000 - 1800 börn þurfi meðferð vegna geðraskana og æskilegt er að börn og unglingar með geðræn vandamál fái þá þjónustu í sinni heimabyggð. Mikilvægt er að grípa snemma inn í sjúkdómsferlið, áður en sjúkdómur þróast út í eitthvað alvarlegra og að styrkja fjölskylduna til að takast á við það sem upp kann að koma. Af þessum niðurstöðum var dregin sú ályktun að brýn þörf væri fyrir barna- og unglingageðdeild við FSA.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
barnssalin.pdf399.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
barnssalin-e.pdf128.38 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
barnssalin-h.pdf131.55 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
barnssalin-u.pdf127.86 kBOpinnPDFSkoða/Opna
barnssalin-f.JPG146.52 kBOpinnForsíðaJPGSkoða/Opna