is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28200

Titill: 
  • „Við viljum eignast þessa þreknu og auðugu hryssu.“ : íslenskur orðaforði nemenda af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er íslenskur orðaforði barna af erlendum uppruna. Íslenskar rannsóknir á þessu efni hafa sýnt að nemendur sem hafa annað móðurmál en það sem ríkir í skólasamfélaginu hafa rýrari orðaforða í því tungumáli en aðrir jafnaldrar þeirra og þessi munur minnkar ekki með árunum (Elín Þöll Þórðardóttir og Anna Guðrún Júlíusdóttir, 2012; Sigríður Ólafsdóttir, 2010; Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016).
    Í þessari rannsókn var kannaður íslenskur orðaforði tveggja drengja í fimmta og sjöunda bekk grunnskóla, sem eiga annað móðurmál en íslensku og eiga foreldra sem báðir hafa annað móðurmál en íslensku. Meginmarkmið ritgerðarinnar er annars vegar að kanna hvaða áhrif það hefur á íslenskan orðaforða þessara barna þegar ekki er töluð íslenska á heimilinu og hins vegar hvort hægt sé að auka orðaforðann með markvissri kennslu. Orðaforðaprófið Orðalykill var notað til að meta stöðu drengjanna til samanburðar við íslenska jafnaldra þeirra. Orðaforðaprófið var lagt fyrir drengina í upphafi rannsóknar og aftur við lok hennar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að drengirnir höfðu lægra skor á orðaforðaprófinu við fyrri lögn samanborið við íslenska jafnaldrar þeirra með íslensku sem móðurmál. Þeir bættu sig hins vegar töluvert milli prófanna eða mun meira en það sem gefið er upp sem meðaltal milli endurlagna. Það bendir til þess að þær kennsluaðferðir sem notast var við hafi gert það að verkum að tilætlaður árangur náðist. Þær kennsluaðferðir sem notast var við eru hluti af kennslufræðinni Orð af orði sem byggir á því að efla læsi, orðaforða og almennan námsárangur barna.
    Þrátt fyrir að úrtakið sé lítið er samt sem áður hægt að nýta niðurstöðurnar til frekari rannsókna og þróunar á námsefni og starfsháttum sem henta kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this study is the Icelandic vocabulary of children who have a foreign background and do not have Icelandic as their first language. Icelandic studies on the subject have shown that students who have a different mother tongue than that in the school community have a smaller vocabulary in that language compared to their peers, and that this difference does not diminish with age (Elín Þöll Þórðardóttir og Anna Guðrún Júlíusdóttir, 2012; Sigríður Ólafsdóttir, 2010; Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016). Researches on the vocabulary of bilingual and multilingual children have flourished abroad but few researches have been done on the subject in Iceland. The study examines the Icelandic vocabulary of two boys in the fifth and seventh grade of elementary school. Their parents languages are German in the case of the father and Latvian in the case of the mother and so the boys‘ first languages are German and Latvian and not Icelandic. The main objective is to explore what affect it has on the children’s vocabulary when Icelandic is not
    spoken in the household and to see if the vocabulary can be increased with systematic teaching. The vocabulary test Orðalykill was employed for this purpose. The vocabulary test was employed at the start of the research and again at the end to obtain comparison.
    Results showed that both boys had a lower score on the vocabulary test
    compared to their Icelandic peers who have Icelandic as their first language. They improved however considerably between tests, much more than what is given as average. That suggests that the teaching methods applied made it possible to achieve the desired result. The teaching methods that were used are a part of the teaching theory Orð af orði which is based on promoting literacy, vocabulary and general education of children. Despite a small sample, the results can be used for further research and development of educational materials and practices suitable for teaching students whose first language is other than Icelandic.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KatrinJuliaPalmadottir_KennaradeildHA_V2017.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna